Skírnir - 01.04.1995, Page 104
98
ARNAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
annars þekkir ekkert hvert til annars. Þessi skilningur á þjóðum og
þjóðernishyggju bendir líka til þess að hvert tilvik hljóti að vera
sérstakt; svo margar leiðir eru færar til að byggja upp þjóðir og
þjóðríki - svo margar útgáfur af mýtunni um þjóðina mögulegar.
Grundvallaratriði ímyndaðs samfélags er að það á sér landa-
mæri, skilgreiningu á því hverjir séu innan samfélagsins og hverjir
utan þess. Hægt er að styðjast við margvíslega þætti þegar þessi
landamæri eru dregin, svo sem eldri ríki, kynþátt, sögu, tungu-
mál, trúarbrögð, menningu, efnahagslega hagsmuni, náttúruleg
landamæri, tengsl við ættjörðina, hernaðarlega nauðsyn eða
stjórnmálalega samstöðu. En þótt þessir þættir (einn eða fleiri)
séu almennt notaðir til að skilgreina þjóðir er enginn þeirra alger-
lega nauðsynlegur eða nægur einn og sér til þess að mynda
„þjóð“. Niðurstaða fræðimanna, allt frá tímum franska sagnfræð-
ingsins Ernest Renan (sem skrifaði um efnið 1882) til nútímans,
er að sameiginlegur vilji fólksins til að mynda þjóð ráði hér úrslit-
um. Þessi vilji hefur verið nefndur þjóðernishyggja.6
Islendingar virðast mynda „náttúrulega" þjóð enda er hún al-
mennt skilgreind út frá fjölda þátta sem virðast sjálfgefnir eða
náttúrulegir. Lega Islands og menningarleg einsleitni þjóðarinnar
ráða hér mestu. Þó þurfum við ekki að velta lengi fyrir okkur
hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að teljast „íslendingur“ til
þess að rekast á þversagnir sem aðeins verða leystar með meðvit-
uðum pólitískum ákvörðunum. Hið „náttúrulega" yfirbragð
þjóðarinnar er afurð mýtunnar um Island.
Til að skýra hvernig þetta gerist bendi ég á greiningu Rolands
Barthes á mýtum en hann lítur á mýtur frá sjónarhorni táknfræð-
ingsins sem „samskiptakerfi" eða ákveðna tegund orðræðu. Öll-
um frásögnum eða textum má breyta í mýtur þar sem mýtur eru
ekki skilgreindar út frá viðfangsefni heldur þeirri aðferð sem not-
uð er til að koma viðfangsefninu á framfæri. Samkvæmt skilgrein-
ingu Barthes eru mýtur „annars stigs táknkerfi" því merking
þeirra byggist á táknkerfum eða frásögnum sem þegar eru til
staðar. Þjóðernishyggja og sjónarhorn á sögu þjóðar eru ágæt
6 Sjá: Ernest Renan 1990, 13-20; Hans Kohn 1971, 9.