Skírnir - 01.04.1995, Page 108
102
ARNAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
hefur hann oft verið gagnrýninn á þjóðernishyggju hinna flokk-
anna.11
Allar mikilvægar ákvarðanir í utanríkismálum, svo sem aðild
að NATO og EFTA og aukið frelsi í fjármagnsviðskiptum á milli
landa, hafa orðið tilefni deilna þar sem þjóðernishugmyndir hafa
komið upp á yfirborðið (sjá t.d. Alþingi 1990, 23). Báðir deiluað-
ilar hafa jafnan lagt áherslu á að samsama sig frjálslyndri þjóðern-
ishyggju (risorgimento) og rökstutt málstað sinn með tilvísan til
framfara þjóðarinnar. Sömu sögu er að segja af nýlegum deilum
íslenskra stjórnmálamanna um Evrópumálin. I umræðum á Al-
þingi í janúar 1993 tóku fylgismenn og andstæðingar aðildar að
EES saman helstu rök í málinu. Geir H. Haarde (D) spurði hvort
Islendingar vildu geta boðið ungu fólki sömu kjör og tækifæri í
lífinu og nágrannar þess í Evrópu nytu, hvort íslendingar vildu
taka höndum saman við þjóðir sem stefndu að framförum á
grundvelli lýðræðis og frjáls markaðshagkerfis eða taka þá áhættu
að einangrast fjarri meginstraumum samtíðarinnar? Hjörleifur
Guttormsson (G) hafnaði samkomulaginu því það fæli í sér að
vald til lagasetningar færðist frá Alþingi íslendinga. Hann sagði
EES vera skref afturábak frá þeim sigrum sem unnist hefðu í bar-
áttunni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og minnti sérstaklega á að
heimurinn væri stærri en Evrópa. Framtíðarmöguleikar íslands
fælust í því að vernda auðlindir þjóðarinnar og fullveldi hennar
yfir þeim (Alþingi 1992-3, nr. 17, 5501-2).12
Eftir samþykkt EES samningsins þurfti að sannfæra þjóðina
um nauðsyn hans. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
(A) sagði samninginn vera aflvaka framfara fram á næstu öld
(1994b). Andstæðingarnir komu úr ólíkum áttum. Sumir frjáls-
11 Á meðan á viðræðum stóð um samband íslands og Danmerkur lýsti Alþýðu-
flokkurinn því yfir að stéttabaráttan hefði algeran forgang og spáði sameigin-
legum ríkisborgararétti Dana og íslendinga. Þetta var fordæmt sem svik
(Olafur Ragnar Grímsson 1978, 36). Nokkrir forystumenn flokksins vildu
einnig bíða með sambandsslitin við Dani 1944 og voru sakaðir um undanhald
(Hannes Jónsson 1989, 189-95).
12 Við lokaafgreiðslu EES samningsins 12. janúar 1993 klofnuðu þrír þingflokk-
ar; þrír sjálfstæðismenn sögðu nei, sex framsóknarmenn og ein kvennalista-
kona sátu hjá. Alþýðubandalagið var óskipt á móti og Alþýðuflokkurinn með.
Já sögðu 33, nei 23 (Alþingi 1992-3, nr. 18, 5964).