Skírnir - 01.04.1995, Side 112
106
ARNAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
umræðunni og oft áður, til dæmis í baráttunni gegn hersetunni,
en hann kvaðst samt sem áður álíta að þau væru enn hin þunga
undiralda í umræðunni.
Þessi undiralda kemur fram í skírskotunum íslenskra stjórn-
málamanna til sjálfsmyndar þjóðarinnar. Auk smæðar samfélagsins
fela slíkar hugmyndir um sérstöðu Islendinga venjulega í sér tilvís-
anir til nálægðar við landið sjálft og náttúruauðlinda þess. Þetta er
sjálfsmyndin sem íslendingar fögnuðu á Þingvöllum með síldar-
söltun og samþykktum um hafrannsóknir. Páll Pétursson (1994),
þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í grein um EES:
Örlögin hafa hagað því svo að Island er byggt sérstakri þjóð, Islending-
um. Við höfum byggt hér upp þjóðfélag sem er til fyrirmyndar á margan
hátt. [...] Hver er tilverugrundvöllur þessa þjóðfélags? Sérstakt tungu-
mál, öflug menning, fagurt og gott land og auðlindir þess og gjöfult haf
umhverfis landið. [...] Ef við höfum full yfirráð og rétt til skynsamlegrar
nýtingar lands og sjávar, þ.e. stjórnarfarslegt sjálfstæði og fullveldi, eig-
um við að geta tryggt efnahagslegt sjálfstæði.
Árni Johnsen (D), þingmaður frá Vestmannaeyjum, minnti þing-
heim á að þrátt fyrir velferðarkerfið væri samfélag Islendinga
fyrst og fremst veiðimannasamfélag því meginhluti útflutnings-
tekna kæmu frá sjávarútveginum (Alþingi 1992-3, nr. 18, 5696). I
þessu sambandi má geta þess að áhrif sveiflna í þessari einu at-
vinnugrein á allt efnahagslífið styrkir enn frekar hið ímyndaða
samfélag. Fréttir um niðurskurð á þorskkvóta geta boðað erfið-
leika fyrir öll heimili í landinu. Þessi beinu efnahagslegu tengsl
við landið og auðlindir hafsins vekja einnig sterka tilfinningu fyr-
ir mikilvægi yfirráða yfir land- og hafsvæðum og hafa þannig á-
hrif á skilning á hugtökum á borð við fullveldi.
Sjálfsmynd „veiðimannasamfélagsins“ hefur einnig skapað
einskonar ímyndað samfélag með öðrum fiskveiðiþjóðum, ekki
síst eftir að deilan um hvalveiðar var túlkuð sem ný ógnun við ís-
lensku þjóðina. Islendingar hafa átt í samvinnu við Grænland og
Færeyjar í Vestnorræna þingmannaráðinu. Ráðið hefur nú hug á
að færa samvinnuna út til hluta af Kanada og Noregi, „þar sem
lífshættir eru svipaðir", og er meðal annars vísað til sameiginlegs
menningararfs (Alþingi 1992-3, nr. 21, 6630; nr. 23, 7394). Barátta