Skírnir - 01.04.1995, Side 113
SKÍRNIR
MÝTAN UM ÍSLAND
107
umhverfisverndarsamtaka gegn hvalveiðum og sú þjóðerniskennd
sem reis í kjölfarið meðal Islendinga hefur verið óspart nýtt í
pólitískri orðræðu. Stjórnmálamenn tóku málið upp á þingi og
töluðu um þá tíma þegar „segja mætti að rödd veiðimannasam-
félaganna væri gersamleg kæfð, drukknaði og heyrðist ekki í öfl-
ugri áróðursstöðu og uppgangi þeirra hópa sem fóru fyrir áróðri
gegn selveiðum, hvalveiðum osfrv“ (Alþingi 1992-3, nr. 23, 7394-
96). Hvalfriðunarsinnar voru kallaðir „öfgamenn" sem „fölsuðu
vísindalegar niðurstöður“ og byggðu herferðir sínar á „móður-
sýki“ eða undarlegum skoðunum sem væru okkur Islendingum
„auðvitað óskiljanlegar". Menn sáu hliðstæður við baráttuna fyrir
útfærslu landhelginnar og vöruðu við því að næst gætu þessir
öfgamenn snúið sér gegn fiskveiðum. Á vissan hátt voru stjórn-
málamenn að verja íslenskt þjóðerni - veiðimannasjálfsmyndina
og efnahagslegan tilverugrundvöll þjóðarinnar. Sumir bentu á að
hvalir umhverfis landið ætu næstum því eins mikið af fiski á
hverju ári og fiskveiðiflotinn kæmi með að landi. Hvalveiðar
væru nauðsynlegar til að viðhalda jafnvægi í vistkerfinu (Alþingi
1992-3, nr. 24, 7634-81)46
En Islendingar hafa einnig nýtt sér þessa hugmynd um ná-
lægðina við náttúruna á annan hátt. Stjórnmálaflokkarnir leggja
áherslu á að hreinar náttúruauðlindir séu von Islendinga í fram-
tíðinni og nefna tekjur af fæðuframleiðslu, hreinni orku og ferða-
mönnum. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að Island verði
hreinasta land hins vestræna heims um aldamót og að ímynd
hreinleika og „sjálfbærrar þróunar“ tengist allri atvinnustarfsemi í
landinu (Sjálfstæðisflokkurinn 1993, 32).
Umræðan um veiðimannasamfélagið og nálægð íslendinga við
náttúruna sýnir hvernig „sjálfsmyndarpólitík“ fléttast inn í alla
orðræðu stjórnmálanna. Kristín Einarsdóttir (1994) sagði að við
16 Viðhorfið til dýra sem keppinauta mannsins um náttúruauðlindir virðist vera
útbreitt á íslandi. Það kom t.d. fram í máli margra þingmanna í umræðum um
ný lög um veiðar og verndun villtra dýra á Islandi (Alþingi 1992-1993, nr. 24,
7631-43; 1993-1994, nr. 7, 1436-54) og í umræðum um fullgildingu nýs Evr-
ópusáttmála um verndun villtra dýra og plantna (Alþingi 1992-1993, nr. 28,
8897). Islendingar höfðu nokkra fyrirvara við sáttmálann, t.d. varðandi hvali,
hvítabirni, refi, hrafna og nokkrar tegundir máfa.