Skírnir - 01.04.1995, Page 114
108
ARNAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
yrðum að gera okkur grein fyrir rótum okkar, íslensk menning
grundvallaðist á því að við byggðum afkomu okkar á náttúrunni
og tengslum við hana. Svavar Gestsson (1994) orðaði svipaðar
hugmyndir: „Islensk menning er náttúrulega tungan, sagan og
ræturnar í landinu og kunnátta okkar til að lifa í þessu landi, það
er að draga fisk og verka hann og annað þess háttar.“
Þessari sjálfsmyndarpólitík og náttúruímynd var beitt í EES
umræðunum. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (V) sagði Evrópu-
sinna ekki skilja kosti smæðarinnar þar sem þeir yrðu ekki metnir
til fjár: „Þeir eru fólgnir í að vera hluti af landinu, hluti af íslenskri
náttúru, vera frjáls Islendingur í fullvalda ríki en það skilja ekki
þeir sem eru blindaðir af Evrópuhyggjunni" (Alþingi 1992-3, nr.
17, 5322). Reynt var að sýna fram á að Evrópuhugsjónin væri
framandi íslensku þjóðerni og sjálfsmynd. Páll Pétursson (B) tók
dæmi úr reglugerðum Evrópusambandsins þar sem kveðið var á
um samskiptanet fyrir starfsmenn í húsum sem venjulega eru ekki
mönnuð og bætti við: „Ég veit ekki hvernig ég á að fara með fjár-
húsin mín“ (frétt í Morgunblaóinu 9. apríl 1994). Halldór Ás-
grímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra (B), hefur bent á hve
hættulegt það væri fyrir íslenskan sjávarútveg að læra að lifa af
styrkjum líkt og sjávarútvegur annarsstaðar í Evrópu: „Við viljum
ekki lifa af styrkjum, við verðum að lifa af því sem við getum afl-
að“ (Alþingi 1994). Kristín Einarsdóttir (1994) tók sérstaklega
fram að innan ESB skipti máli hverskonar auðlindir þjóðir ættu:
„Ef þú átt kol þá ræður þú yfir þeim auðlindum þínum en þú mátt
ekki ráða yfir auðlindum sjávar. [...] Meðan þetta er ekki betra en
þetta þá held ég að við eigum ekki að gerast aðilar.“
Mýtan um Island og sjálfsmynd veiðimannasamfélagsins hefur
verið notuð til að réttlæta tortryggni í garð erlends valds. „Vernd
gegn innrásum að utan“ er algengt líkingamál í pólitískri orð-
ræðu.17 Slíkt líkingamál er notað í Evrópuumræðunni, það var
notað í þorskastríðunum og hvalveiðideilunni. I alþjóðlegu sam-
hengi er freistandi að kalla þetta „verndarstefnu", en slík stefna
17 Þessi orðræða er oft hlaðin líkingum sem sóttar eru í náttúruna, einkum hafið
umhverfis landið. Hluti rekur á fjörur, þeir berast að ströndum eða skolast á
land. Holskeflur og flóðbylgjur ríða yfir (sjá t.d. Framsóknarflokkinn 1990).