Skírnir - 01.04.1995, Page 120
114
ARNAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Átök um sögutúlkun
Sjálfsmynd þjóðar skapar tilfinningu meðal fólks fyrir því að til-
heyra tilteknu samfélagi með ákveðin sérkenni og markmið. Mýt-
an er aldrei endanleg heldur bætast stöðugt nýir kaflar við, hvort
sem það eru þorskastríð eða hvalveiðideilur. Viðmælendur mínir
voru sammála um að kjarninn í mýtunni væri eftir sem áður sag-
an af sjálfstæðisbaráttunni. Svavar Gestsson (1994) sagði hana
vera sameinandi tákn eða afl á Islandi.22 Guðmundur Bjarnason
(1994) taldi mýtuna um sjálfstæðisbaráttuna enn gegna mikilvægu
hlutverki, til dæmis við skilgreiningar á íslensku fullveldi og sjálf-
stæði.
I EES umræðunni var gjarnan vísað til íslandssögunnar. Sam-
staða um óháð Island (1992) taldi baráttuna snúast um efnahags-
legt og menningarlegt sjálfstæði íslendinga, Kvennalistinn (1991,
13) taldi varhugavert að fórna þeim ávinningum sem Islendingar
hefðu barist fyrir á síðustu öld og Steingrímur Hermannsson vís-
aði til baráttunnar gegn einokunarversluninni (Alþingi 1992-3,
nr. 1, 86).23 Kristín Einarsdóttir (1994) lýsti því hve djúpstæð til-
finningin fyrir sjálfstæðisbaráttunni væri meðal eldri kynslóðar-
innar og sagði að sumu gömlu fólki þætti það hafa verið svikið og
svipt einhverju svo óendanlega dýrmætu með aðildinni að EES.
Þessi notkun mýtunnar og þær sterku tilfinningar sem hún
vekur virðast í mótsögn við endurskoðun sögunnar af sjálfstæðis-
baráttunni. I ávarpi sínu hinn 17. júní 1994 minntist Vigdís
22 í umræðum á Alþingi um undirbúning Lýðveldisafmælisins minntist Salóme
Þorkelsdóttir, forseti þingsins, hátíðarhaldanna 1944 og sagði: „Ef það er ein-
hver stund sem Islendingar hafa upplifað að þjóðin fyndi til samkenndar sem
ein sál, þjóðarsál liggur mér við að segja, þá var það í rigningunni á Þingvöll-
um 17. júní 1944.“ Aðrir þingmenn sem tóku til máls sögðu það vera skyldu
þjóðarinnar að koma þessari tilfinningu áfram til ungra íslendinga (Alþingi
1992-3, nr. 19, 6374-77).
23 Margir þeirra sem skrifuðu greinar í dagblöð vitnuðu í ættjarðarljóð máli sínu
til stuðnings. Sumir tóku mjög sterkt til orða. Friðjón Guðmundsson (1993)
kallaði EES samninginn „aðför að fullveldi landsins og svik við ættlandið með
tilliti til fortíðar, nútíðar og framtíðar". Jens Guðmundsson (1993) í Kaldalóni
skrifaði Birni Bjarnasyni opið bréf þar sem hann sakaði Björn um virðingar-
leysi við tilveru sína og forfeður.