Skírnir - 01.04.1995, Page 133
SKÍRNIR
MÝTAN UM ÍSLAND
127
bandalagið (1994, 107-29) hefur haldið fram mikilvægi íslenskrar
menningar fyrir efnahagslíf landsins og alþjóðleg samskipti því
þjóðmenningin sé veganesti í „heimsþorpinu“. Svo kemur frekari
skilgreining: Islendingar búa í landi umluktu hafi, tala sömu
tungu, eiga sömu rætur, sögu og menningu og hafa svipuð trúar-
viðhorf. Fáar þjóðir eru sagðar jafn einsleitar og sú íslenska. Tök-
um eftir því að nú þegar eru ákveðnir hópar íslendinga skildir út-
undan. Ef frekari alþjóðavæðing kallar á enn skarpari þjóðlega
sérstöðu sem framlag Islendinga í mósaíkmynd heimsmenningar-
innar er nauðsynlegt að íhuga hvað það gæti haft í för með sér.
Margir fræðimenn hafa bent á að þjóðernishyggja sýni þess
engin merki að hún sé að láta undan síga þrátt fyrir aukið alþjóð-
legt samstarf. Þvert á móti bendi ýmislegt til að hún sæki í sig
veðrið enda séu fullvalda þjóðríki þær einingar sem alþjóðlegt
samstarf byggi á (sjá t.d. Smith 1991, 189-89; Anderson 1983, 12).
Aðrir nefna þá skýringu að kreppa þjóðríkjanna sé „hættulegt
augnablik" þar sem hún geti hrakið þau ofan í „sífellt dýpri skot-
grafir einangrunar- og útilokunarstefnu" (Hall 1991, 25). Þegar
litið er til Evrópu blasir við að fjölþjóðleg samvinna hefur ekki
unnið bug á útlendingahatri eða rasisma. Reyndar virðist heldur
vera að síga á ógæfuhliðina.31
Benedict Anderson hefur andmælt tilraunum fræðimanna sem
bregðast við þessari þróun með því að sýna fram á að þjóðernis-
hyggja sé reist á sandi. Hann bendir á að lýsingar á þjóðernis-
hyggju sem „uppspuna" eða „fölsun“ í stað „sköpunar" byggist á
þeim forsendum að til séu einhverskonar „sönn“ eða „ekta“ sam-
félög (1983, 15). Anderson segir að þessi rök geti leitt okkur á
háskalegar brautir. Þegar má sjá tilraunir til þess að leysa hin
„ímynduðu“ þjóðríki Evrópu af hólmi með hugmyndum um
„raunverulega“ evrópska menningararfleifð. Rasískar afleiðingar
slíkra tilrauna gægjast fram í nýju óvinaímyndinni, hinum
31 Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um rasisma og jafnrétti í Evrópu, sem haldin var í
Birmingham í Englandi árið 1991, létu margir þátttakendur í ljós áhyggjur af
vaxandi útlendingahatri og rasisma, einkum öldu ofbeldisverka. M. Wibers
sagði: „Það er óhjákvæmileg niðurstaða að atburðirnir undanfarið endurspegli
almenna þróun“ (Birmingham 1991, 3).