Skírnir - 01.04.1995, Page 134
128
ARNAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
„svarta“ íslamska heimi fyrir sunnan og austan.32 í þessu sam-
bandi er rétt að benda á hve margt er líkt með tilraunum til að
byggja upp nýja sam-evröpska þjóðerniskennd og því sem nefnt
hefur verið „ný-rasismi“ (sjá t.d. Barker 1981). Ný-rasismi gerir
ekki kröfur um þjóðerni heldur menningarlega einsleitni - ætlast
er til þess að fólk aðlagist menningarheildum eða þjóðum með
því að varpa frá sér sérkennum sínum (Gilroy 1987).
Ef til vill er of snemmt að spá því á hvaða leið Evrópa er en
Anthony D. Smith kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé lengur
hægt að stilla alþjóðahyggju upp sem andstæðu þjóðernishyggju
(1979, 192). „Menningarhyggja" eða ný-rasismi á breiðari grund-
velli er varla besta svarið við hættum þjóðernishyggjunnar. Ef til
vill er líka of snemmt að segja á hvaða leið Island er en ýmislegt
bendir til þess að breytingar séu að verða á almennum viðhorfum
til þjóðernis- og sjálfstæðismála. Mýtan um Island er í pólitískri
deiglu samtímans.
Niðurlag
Kynslóðabil í íslenskum stjórnmálum var ofarlega í huga allra
þeirra stjórnmálamanna sem ég ræddi við. Flestir töldu unga
fólkið mun alþjóðlegra í hugsun en eldri kynslóðir og líta öðru-
vísi á sögu sína og tengsl við landið.33 Einkum voru nefnd
minnkandi áhrif sjálfstæðisbaráttunnar meðal ungs fólks. Jón
Baldvin Hannibalsson (1994, 6) spurði: „Eru þau bundin landinu
sömu tryggðarböndum, þótt þau hafi aldrei slegið það með orfi
og ljá?“ Kristín Einarsdóttir (1994) kvaðst hafa mestar áhyggjur
af því að sífellt fleira ungt fólk, einkum í Reykjavík, tengdi ekki
lengur velferð sína og lífsafkomu við náttúruna; „þeim finnst þau
32 Nýlegt dæmi um þetta má sjá í Morgunblaðinu 3. febrúar 1995 þar sem haft er
eftir Willy Claes, framkvæmdastjóra NATO, að íslömsk bókstafstrú sé að
minnsta kosti jafn mikil ógn og kommúnisminn hafi áður verið.
33 Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að yngra fólk er mun jákvæðara gagnvart að-
ild að ESB en þeir sem eldri eru. í skoðanakönnun í maí 1994 vildu 56,2%
allra sem svöruðu leggja inn aðildarumsókn en 43,8% voru á móti því. Ald-
urshópurinn 15-24 ára var jákvæðastur (já: 67%, nei: 32,4%). Fólk á aldrinum
55-69 ára var andvígt aðild (já: 39,4%, nei: 60,6%) (Gallup 1994).