Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 141
SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
Spjaldvefnaður endurvakinn
Margarethe Lebmann-Filhés og ísland
spjaldvefnaður er ævaforn handíð fólgin í að búa til margvís-
lega munstraða borða og bönd, til nytja og skrauts á fatnað, reið-
tygi og fleira. Áhöldin sem til þarf virðast í megindráttum hafa
verið með sama sniði frá fyrstu tíð, það er lítil, þunn, köntuð
spjöld með götum til að draga í uppistöðuþræði. Spjöldunum er
raðað saman hlið við hlið, látin standa á einni brún með hliðar
samsíða strekktri uppistöðu. Bil, svokallað skil, myndast milli
þráða í götum sem ekki standast á. Spjöldunum er haldið í greip
annarrar eða beggja handa og snúið. Ivafi er brugðið í skilið eftir
snúning spjaldanna. Spjaldvefnaður er oftast auðþekktur frá öðr-
um vefnaði á áferð sem myndast af uppistöðuþráðum sem hafa
snúist saman og mynda eins konar snúrur (snúruáferð).
Vefspjöld hafa verið búin til úr horni, beini, tönnum, leðri,
tré, plasti og pappa, mismunandi að lögun. Ferhyrnd spjöld með
gati í hverju horni munu þó víðast hvar algengust. Nú eru vef-
spjöld oftast ferhyrnd, gerð úr stífum pappa, sjö til átta senti-
metrar á hvern veg, en gömul spjöld hafa verið minni (Coll-
ingwood 1982, 26-30). Gömul íslensk vefspjöld eru flest úr tré, en
dæmi eru um vefspjöld úr surtarbrandi.1
Flestir sem hafa hugað að sögu spjaldvefnaðar þekkja vafa-
laust rit þýsku fræðikonunnar Margarethe Lehmann-Filhés Uher
Brettchenweberei sem kom út í Berlín árið 1901.2 Bók þessi er
1 í Byggðasafni Vestfjarða á ísafirði eru til þrjú slík spjöld, áþekk að stærð eða
6,2-6,8 sentimetrar á kant (safnnr. 1081). Heimildarmaður þjóðháttadeildar
Þjóðminjasafns úr Selárdal, f. 1881, nefnir að vefspjöld hafi sést „gerð úr surt-
arbrandi, hinum svokallaða viðarbrandi“ (Þ. Þ., 1246).
2 Bókin er í A-4 broti, um 60 síður með 82 ljósmyndum og teikningum. Af
þeim eru fjórar af íslenskum spjaldvefnaði og ein af íslenskri spjaldvefjarskeið
úr tré. Auk þess er teikning sem áður var birt í grein eftir Margréti (1899) og
sögð þar af spjaldvef frá séra Þorkatli Bjarnasyni, en íslensks uppruna er ekki
getið í bókinni.
Skírnir, 169. ár (vor 1995)