Skírnir - 01.04.1995, Page 142
136
SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
SKÍRNIR
enn talin grundvallarrit um spjaldvefnað, en þegar hún kom út
var spjaldvefnaður týndur sem handverk víða í Evrópu eða við
það að hverfa. Nafn á handverkinu fannst ekki á móðurmáli Mar-
grétar og mun hún hafa búið til þýska orðið Brettchenweberei
með hliðsjón af íslenska orðinu.3 Auk bókarinnar skrifaði Mar-
grét að minnsta kosti þrjár tímaritsgreinar um spjaldvefnað. Sú
fyrsta birtist í þýsku kvennablaði árið 1897, árið eftir kom grein í
Eimreiðinni sem hún skrifaði á íslensku og hét „Um spjaldvefn-
að“, en þriðja greinin, „Uber Brettchenweberei“, birtist í tímariti
þýska þjóðfræðafélagsins, Zeitschrift des Vereins fiir Volkskunde,
árið 1899.4 Með skrifum sínum um spjaldvefnað átti Margrét
drjúgan þátt í að endurvekja áhuga fyrir handverkinu og útbreiða
vitneskju um það á þessari öld.
Margrét fæddist 1. september árið 1852 í Berlín og mun hafa
átt þar heima alla ævi. Hún „var af góðu bergi brotin, komin af
gáfuðu menntafólki. Faðir hennar prófessor Rudolf Lehmann (d.
1865) var merkur fræðimaður, og móðir hennar, Bertha Filhés,
samdi skáldsögur, hún var sífjörug og síung og lést hátt komin á
níræðisaldur [...] 1905. Systkinin tvö tóku upp nöfn beggja for-
eldranna og skeyttu þau saman. Bróðirinn, Rudolf Lehmann-Fil-
hés, er mikilsmetinn stærðfræðingur og stjörnufræðingur" (Þor-
valdur Thoroddsen 1912, 103). Margrét stundaði nám í vel metn-
um kvennaskóla í Berlín og fékk eftir það einkakennslu í ýmsum
vísindagreinum. Hafði hún sérstakan áhuga á stærðfræði og mál-
fræði og varð mjög vel að sér í fornum og nýjum tungumálum.
Hún lærði dönsku svo vel að hún bæði ritaði og talaði málið
ágætlega. Þá beindist áhuginn að forngermönskum og fornnor-
rænum bókmenntum og þaðan lá leiðin til íslenskunnar. Lagði
Margrét áherslu á að læra nútímamálið og náði, þrátt fyrir orða-
bókarleysi og annað andstreymi, svo góðum tökum á málinu að
3 Árið 1920 var þýsk bók um spjaldvefnað þýdd á ensku. Er það fyrsta bókin
sem fjallar um spjaldvefnað á þeirri tungu, en það skorti einnig orð í ensku og
var þá búið til orðið tablet weaving eftir hinu þýska (Pralle 1920). Bæði þessi
orð, hið þýska og hið enska, eru ennþá í fullu gildi. Snemma á öldinni var
handverkið kynnt í Bandaríkjunum undir nafninu card. weaving og var það
þýtt úr frönsku, tissage aux cartons (Atwater 1924; Collingwood 1982, 31).
4 1 greininni verður vísað í rit Margrétar eftir ártali.