Skírnir - 01.04.1995, Page 144
138
SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
SKÍRNIR
Það voru óvænt atvik sem vöktu eftirtekt Margrétar á spjald-
vefnaði. Hún lýsti því hvernig það bar til og þeim áhrifum sem
hún varð fyrir af íslenskum spjaldvefnaði, en að hennar áliti hafði
handverkið „auðsjáanlega náð sínu hæsta fullkomnunarstigi" hér
á landi (1898, 140). Margrét hafði tekið saman alllanga grein um
menningarsögulega þætti á íslandi sem birt var í tímaritinu
Zeitschrift des Vereins fiir Volkskunde árið 1896. Við það verk
hafði hún stuðst aðallega við tvær greinar, sem birtust í Tímariti
hins íslenzka bókmenntafjelags árin 1892 og 1894 og báðar hétu
sama nafni, „Fyrir 40 árum“. Fyrri greinin var eftir séra Þorkel
Bjarnason á Reynivöllum í Kjós, þá síðari skrifaði Ólafur
dannebrogsmaður Sigurðsson í Ási í Hegranesi. Gagnrýndi Ólaf-
ur ýmislegt í grein Þorkels og jók við efnið. Þegar Margrét var að
lesa sér til um viðfangsefnið, rakst hún á orð sem hún hafði ekki
séð áður, orðið spjaldofið. Greinarhöfundar höfðu meðal annars
rætt um spjaldofin sokkabönd, axlabönd, sessubönd og styttu-
bönd, sum þeirra skreytt með íofnu letri svo sem hamingjuóska-
vísum eftir skáld, svonefnd leturbönd (1898, 135; 1899, 24-25;
1901, 2). Var Margrét forvitin um hvers konar vefnaður þetta
hefði verið og vildi ekki þýða orðið án þess að vita um hvað var
rætt. Hún komst að því hjá íslenskum vinum að spjaldvefnaður
væri enn iðkaður á íslandi, þótt ekki væru margir sem kynnu
hann. Ekki gátu íslendingarnir gefið Margréti lýsingu á hand-
verkinu.
Um svipað leyti og Margrét var að velta þessu fyrir sér, en
áður en hún lauk við greinina, fór hún í stutta ferð til Kaup-
mannahafnar og kom þá við í dönsku þjóðminjasafni. Þar sá hún
sýningargrip undir gleri sem vakti athygli hennar. Þetta voru
nokkur lítil ferhyrnd tréspjöld með þráðum dregnum í gegnum
göt í hornunum og við hékk ofið band. Hún ályktaði að þarna
væri kominn íslenskur spjaldvefnaður, en þegar betur var að gáð
kom í ljós að þessi vefnaður var frá Jótlandi. Kona ein í Randrup,
frú Hvass, hafði sent safninu vefinn. Þarna sá Margrét í fyrsta
skipti spjaldvef og vefspjöld, en var þó litlu nær um handverkið
sjálft. Reyndar rakst Margrét einnig á íslenskan spjaldvef á safn-
inu í þessari sömu heimsókn, eða skömmu síðar, en spjöldin,
tuttugu og átta að tölu, voru í óreiðu og á svo óhentugum stað að