Skírnir - 01.04.1995, Page 145
SKÍRNIR
SPJALDVEFNAÐUR ENDURVAKINN
139
hún komst ekki að til að rannsaka vefinn (1901, 2-3). í áður-
nefndum bréfum Margrétar til Thoroddsen-hjónanna kemur
fram að þær Þóra hafi skoðað þennan íslenska spjaldvef saman,
en það gæti komið heim við það sem Þorvaldur skrifaði síðar:
„Konan mín benti henni fyrst á íslenzkan spjaldvefnað" (1912,
105)6
í för sinni til Kaupmannahafnar 1896 mun Margrét hafa hitt
fleiri íslendinga og hefur þá vafalítið haft orð á áhugamáli sínu
því að áður en hún sneri aftur til Berlínar gaf Anna Jóhannesdótt-
ir, eiginkona dr. Valtýs Guðmundssonar, henni hluta af sokka-
bandi sem sagður var spjaldofinn (1898, 135). Þegar Margrét kom
heim til Berlínar aftur bjó hún sér til spjöld úr pappa, sló göt í
hornin, dró í þau rauða og svarta þræði eins og voru í bandspott-
anum frá Önnu og hóf tilraunir. Hún grandskoðaði vefnaðar-
gerðina og reyndi að vefa eftirmynd af sokkabandinu. Svo virðist
sem hún hafi þá ekki enn gert sér grein fyrir aðalsérkennum
spjaldvefnaðar, snúruáferðinni. Sú áferð sást ekki á sokkaband-
spottanum, heldur hafði hann einskeftugrunn og rautt munstur-
band sem lá í lausaslöngum til skiptis ofan á eða undir einskeftu-
grunninum. Margrét segir að íslenska bandið hafi líkst böndum
sem ofin voru í bandgrind í Litháen (1897; 1901, 3). Sú athugun
fær staðist því vitað er að samskonar bönd og þau sem fótofin
voru á íslandi voru ofin í bandgrind á Norðurlöndum og víðar.
Þegar Margrét hóf tilraunir sínar vissi hún lítið annað um að-
ferðina en að strekkja þurfti uppistöðuna og snúa spjöldunum.
Skáldsagan Maður og kona eftir Jón Thoroddsen (föður Þorvalds)
hafði komið út árið 1876, en þar er því lýst hvernig húsfreyja sit-
ur við spjaldvef. Hún „hafði tekið skóinn af hægri fætinum og
brugðið þar upp á slöngunni [...]; hún hélt slöngunni með annarri
hendinni og hafði fingur í skili, en sneri spjöldunum og gaf í með
6 Líklegt er að Margrét hafi síðar komist til að skoða betur íslenska spjaldvefinn
á danska þjóðminjasafninu og þá teiknað hann eða ofið eftirmynd, því að 37.
mynd í bók hennar er einmitt af íslensku bandi ofnu í tuttugu og átta spjöld-
um. Á því er oddamunstur með snúruáferð, ofið með sjö litum í uppistöðu
samkvæmt lýsingu í lesmáli (1901, 26).