Skírnir - 01.04.1995, Page 148
142
SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
SKÍRNIR
var fyrsti spjaldvefnaður sem hún sá og leit bandið út fyrir að
vera prjónað en ekki ofið. Margrét komst í samband við frúna
sem hafði sent danska s'afninu spjaldvefinn og fékk hjá henni
samsvarandi uppsettan vef og ýmsar aðrar upplýsingar. Náði
Margrét brátt tökum á handverkinu og óf eftirmynd af jóska
bandinu. Frúin sagði að á hennar slóðum væri algengt að vefa í
spjöldum og væri það nefnt Brikning og spjöldin Brikker. Jafn-
framt gat hún upplýst Margréti um að spjaldvefnaður væri iðkað-
ur í Suður-Svíþjóð, til dæmis á Smálandi, þar sem kúasmalar væfu
úti undir berum himni, festu spjaldvefi sína annars vegar í tré,
hins vegar við mittið. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að
spjaldvefur var þekktur í fleiri héruðum Svíþjóðar og einnig í
Noregi og í Finnlandi. Frá Finnlandi barst lýsing á nokkurs kon-
ar spjaldvefstól sem þar hafði verið notaður. Ennfremur bárust
þau tíðindi að nýlegur fornleifauppgröftur gæfi tilefni til að
álykta að spjaldvefnaður hefði verið til þar í landi frá því í
fornöld, en nú myndi hann hvergi iðkaður nema á vesturströnd
Ladogavatns (sem þá var hluti Finnlands).
I Þýskalandi hafði Margrét aftur á móti engar spurnir af
spjaldvefnaði nema frá einni stúlku frá Pommern og ályktaði hún
að þar væru á ferðinni áhrif frá Norðurlöndum. Jafnframt komst
hún á snoðir um að spjaldvefnaður hefði verið ókunnur þýskum
fornfræðingum þar til nýlega að tekist hefði að vekja á honum at-
hygli (1898, 135 og 139). Líklega hefur Margrét sjálf átt þar hlut
að máli. Textílrannsóknir síðari tíma hafa leitt í ljós að háþróaður
spjaldvefnaður var iðkaður á járnöld og á miðöldum í Evrópu og
víðar (Collingwood 1982, 8-20; Hansen 1990, 46-60). Sá spjald-
vefnaður sem iðkaður var á Norðurlöndum fram um síðustu
aldamót og Margrét hafði spurnir af, mun þó hafa verið fremur
fábrotinn, ef undan eru skilin íslensku leturböndin. Þau voru með
allflóknum tvöföldum vefnaði og letrið ofið eftir rúðumunstri. 1
fábrotnum spjaldvefnaði, hliðstæðum þeim á jóska bandinu, er
munstrið aftur á móti ákveðið um leið og vefurinn er settur upp
og síðan er ofið með því að snúa öllum spjöldunum eins (slík
bönd voru reyndar einnig ofin á Islandi).
Með brennandi áhuga og atorku vakti Margrét nú eftirtekt
ýmissa vísindamanna á þessum sérstaka vefnaði sem sáralítið eða