Skírnir - 01.04.1995, Page 154
148
KARL GUNNARSSON
SKÍRNIR
heimsmenningar sem átti upphaf sitt í hinum suðrænu menning-
arríkjum fornaldar. Hugmyndirnar gætu hafa borist til Islands á
mismunandi tímum, allt frá landnámi fram á daga sagnaritara.
Launsagnir með goðsögulegu efni voru ein helsta aðferðin til
að varðveita og miðla þessum fróðleik. Islendingasögurnar verð-
ur t.d. að lesa með því hugarfari að í þeim gæti verið fólgin dulin
merking. Þessar leyndu sögur á bak við frásögnina eru ekki frjáls
uppspuni, heldur fastmótaðar „formúlur" sem lesendur könnuð-
ust við. Þannig gat lesandi skynjað goðsögnina á bak við söguna,
fengið með henni útleggingu á merkingu atburðanna og skilið
hvernig þeir tengdust hinum dýpri rökum. Tölur í slíkum sögum
eru sérlega fróðlegar. Þær geta geymt lykil að ákveðnum stefum,
og stundum tákna þær mælingar á raunheiminum, sem má sann-
prófa.
I þessari ritgerð er þó reynt að byggja sem minnst á „goð-
sagnagreiningu“, sem svo mætti kalla, heldur látið reyna á
ákveðnar og afdráttarlausar tilgátur Einars Pálssonar um land-
mælingar fornmanna. Hann álítur að þeir hafi skipulagt ríki sín
með hið stærðfræðilega heimslíkan sem fyrirmynd. A Islandi
komi þetta m.a. fram í skipulagi byggðar, einkum innbyrðis af-
stöðu helstu bæja og merkisstaða, og til grundvallar sé landmæl-
ing. Þar með fylgja tilgátur um ákveðnar vegalengdir, bæði sem
eiginlegar stærðir og sem töluleg gildi í fornum einingum, svo og
ákveðin horn og stefnur. Þótt það hljómi einkennilega, má segja
að kenningar Einars leiði til þess að líta megi á landið sjálft sem
risastórt handrit, sem á sé ritað á því forna og alþjóðlega táknmáli
sem nefnist „geometria", þ.e. flatarmálsfræði eða landmæling.
Tilgáturnar gefa hugmynd um hvernig myndin á „handriti“
landsins lítur út og hvað hún táknaði í hugum fornmanna.
I starfi mínu sem jarðeðlisfræðingur fæst ég við ýmis konar
mælingar á jörðunni og eðli hennar og ég get vel skilið að forn-
menn hafi sinnt „jarðarmælingum“ sínum af alvöru og umhyggju,
hafi þeir talið þær mikilvægar. Þegar skýrar tilgátur liggja fyrir
um ýmsar mælanlegar stærðir, svo sem um fjarlægðir milli staða á
landi og afstöðu himintungla, er sjálfsagt mál að ganga til verks
með aðferðum raunvísinda og rannsaka hvort tilgáturnar standist.
Rétt er að það komi skýrt fram að rannsóknaraðferðin byggist