Skírnir - 01.04.1995, Page 158
152
KARL GUNNARSSON
SKÍRNIR
2. mynd. Sólstöðuhorn, þ.e. stefna í sólu við sjóndeildarhring, norðan 55“N.
Reiknað horn sem hugsast mælt frá norðri við sumarsólstöður, en frá suðri við
vetrarsólhvörf. Heildregnu línurnar tákna stefnumiðun þegar neðri brún sólar
nemur við sjóndeildarhring, en brotnu línurnar miða við efri brún sólar. Gildin
fyrir Jelling og Steinkross (fylltir ferningar) eru tekin úr gögnum Einars Pálsson-
ar, og sýna samræmi við reiknuðu gildin. Hornið fyrir Hof í Vatnsdal ætti að vera
um 16° samkvæmt þessum forsendum.
mörk heimsins. Þetta er tjáð á þann veg að geisli heimsins, þ.e.
ásinn frá miðju út að endimörkum, er 9 stór-einingar að lengd, en
þvermálið 18. Þessar stærðir einkenna heimsmyndina, og alla
smáheima sem skilgreindir eru eftir fyrirmynd hennar.5
Einar Pálsson ætlar að hann hafi fundið tvenns konar stærð á
hjólum sem menn hafa markað á jörðu. Frumdæmin eru Jalang-
urshjól með miðju í Jelling á Jótlandi, 432 þúsunda fet að þver-
máli, og hjól Rangárhverfis á Islandi, sem er hálfu minna, eða 216
þúsund fet. Tölurnar má einnig tákna sem 18x24.000 og
18x12.000, í samræmi við fyrrgreinda skiptingu þvermálsins.
Þessar tölur hefur Einar ákvarðað á „hugmyndafræðilegum“ for-
sendum. Hann hefur síðan notast við mat á fornu feti sem dansk-
ir fornleifafræðingar hafa áætlað, um 29,7 cm, og það leiðir til
þess að þvermálin reiknast 128,3 og 64,2 km. Fáeinar eiginlegar
5 í fyrrgreindum tilgátum Baksviðs Njálu er þvermálið skilgreint sem 9 hlutar,
en grunnhugmyndin er sú sama.