Skírnir - 01.04.1995, Síða 159
SKÍRNIR
LANDNÁM 1 HÚNAÞINGI
153
mælingar á þessum lengdum liggja fyrir, og gefa til kynna að
þessar tölur gætu verið nærri sanni. Nákvæmni er ekki slík að
ástæða sé til að breyta þessari áætluðu lengd á fetinu, sem er líkt
rómversku feti. Þá hef ég mótað tilgátu um þriðja stærðarstigið,
hring sem er 1/5 af stærð stærsta hringsins, þ.e. 864 hundruð fet
(25,6 km) að þvermáli eða 432 hundruð fet að geislamáli, en ekki
er hér rými til að ræða forsendur þessarar fimmtungsskiptingar.
Verða lesendur að líta á niðurstöður greinarinnar sem helstu rök
fyrir henni. Stærð hringjanna má sjá í 1. töflu. I þeirri rannsókn
sem hér fylgir eru hinar eiginlegu fjarlægðir mikilvægastar, svo
sem við mælum þær á korti, en stærðir í fornum einingum mega
liggja milli hluta.
1. tafla. Þrenns konar stærð (stig) landnámshjóla. Fet eru áætluð 29,7 cm.
Stærðarstig hjóls: 1. 2. 3.
geisli, fet (km) 216000 (64,2) 108000 (32,1) 43200 (12,8)
þvermál, fet (km) 432000 (128,4) 216000 (64,2) 86400 (25,6)
einföld hlutföll 10 5 2
Að lokum vil ég taka grundvallarþætti landmælingakerfisins
saman í fjórar vinnutilgátur, þar sem hver þeirra tekur til sér-
stakrar mælanlegrar stærðar eða forms. I rannsókninni hér á eftir
leitast ég fyrst og fremst við að bera saman athuganir og þessi
ákveðnu einkenni:
1. Grundvallarformið er hringur sem dreginn er um miðju, mið-
stöð andlegs og veraldlegs valds. Hringurinn (hjólið) er ríkið,
hinn skipulegi heimur, í líkingu alheimsins.
2. Ut frá miðjunni er skilgreint tvenns konar kerfi geislalína.
Annað kerfið er myndað af tveimur þverlínum um hringinn
sem gera X-laga mynd, samhverfa um norðurstefnu. Horn
þessara ása við norðri er skilgreint sem stefna sólseturs við
sólstöður, sólstöðustefna, en lykill að henni eru upplýsingar
um sólargang eins og sýnt er á línuriti á 2. mynd. Hugmyndir
sem tengjast þessum línum eru frjósemi, sköpun og endalok.
3. Hitt kerfið myndar 20 geisla sem skipta hringnum í jafna
geira. Hornið á milli hverra tveggja er því 18°, og stefna þeirra,