Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 160
154
KARL GUNNARSSON
SKÍRNIR
mæld frá norðri er margfeldi af 18°. í þessum hópi eru 36°
horn sérstaklega athyglisverð. Þríhyrningur Pýþagórasar, með
horn nærri 36°, 54° og 90° er í tengslum við þessa skiptingu
hringsins. Þessi horn tengjast hugmyndafræðilega lögum og
réttri þjóðfélagsskipan.
4. Ákveðnar fjarlægðir eru einkennandi, og eru þær túlkaðar
sem stærðir hringjanna sem ég flokka í þrjú stig. Geislamál
(radíus) þeirra er ýmist 216 þúsundir, 108 þúsundir eða 432
hundruð feta, samsvarandi 64,2,32,1 eða 12,8 km. Miðstærð-
in er talin einkennandi fyrir íslensk landmælingahjól í ritum
Einars Pálssonar.
2. Landndmsbyggð Húnaþings
2.1. Flokkun landnámsmanna
Landnámabók er sú heimild sem fyrst ber að leita til við rann-
sókn á landnámi á Islandi. Að vísu hafa menn mismunandi skoð-
anir á sannleiksgildi hennar, en ég geng að því sem gefnu að þar
sé kjarni áreiðanlegra upplýsinga, og kanna svo hvert þær for-
sendur leiða rannsóknina. Ritstjórar Landnámu völdu þann
framsetningarmáta að fara réttsælis um landið og telja upp land-
námin í sem næst þeirri röð sem þau koma fyrir. Þeir hafa því
ekki flokkað landnámsmenn og bæi þeirra á augljósan hátt eftir
valdastöðu, eða einhverju því sem gæti samsvarað upphaflegu
skipulagi. Hins vegar eru frásagnir af landnámsmönnum mjög
mismunandi að efni og lengd. Til glöggvunar hef ég gert töflu (2.
tafla) yfir landnámsmenn á svæði því sem samsvarar sem næst
Húnavatnssýslum, og nær innan úr Hrútafirði norður að Vatns-
skarði. Hér á eftir verður þetta svæði kallað Húnaþing í lauslegri
skilgreiningu. Eg tel landnámsmennina upp í sömu röð og gert er
í Landnámu, og eru þeir númeraðir eftir fyrirmynd Haralds
Matthíassonar.6 Alls er hér um 30 landnámsmenn, eða fremur
6 íslendingabók - Landnámabók, ritstj. Jakob Benediktsson, Islenzk fornrit I,
Hið íslenzka fornritafélag 1968 (blaðsíðutal í svigum í texta hér á eftir vísar til
þessarar útgáfu); Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma 1, Orn og Or-
lygur 1982, bls. 242-71.