Skírnir - 01.04.1995, Page 161
SKÍRNIR
LANDNÁM í HÚNAÞINGI
155
landnámsstaði að ræða. Af þeim eru um 16 bæjarstæði þekkt með
nokkru öryggi og nákvæmni, en áætla má bæjarstæði allt að 27
landnámsmanna, þótt óvissa sé nokkur í sumum tilvika.
Þar sem ég er að leita að forystumönnum landnámsmanna og
valdamiðstöðvum þeirra, reyni ég að finna eitthvað það sem ein-
kennir þessa menn. Ymsar ábendingar, ljósar og duldar, eru í frá-
sögnum, en þær orka tvímælis. Sem tilraun til þess að fá einfaldan
mælikvarða á mikilvægi landnámsmanna, athuga ég hversu marg-
ar línur eru skrifaðar í Landnámu um hvern og einn. Þótt lengd
máls hafi ekki verið mæld meðvitað af skrásetjurum, og fari ekki
eftir öðru en því hversu miklar sögur fóru af einstökum land-
námsmönnum og niðjum þeirra, gæti hún samt sem áður gefið
vísbendingu um að ákveðin landnám eða ættir voru talin öðrum
mikilvægari. Einnig skrái ég hvort landnámsmenn séu sagðir
stórættaðir, enda má ætla að ættgöfgi hafi verið nauðsynleg for-
senda mannvirðinga, og þannig upplýsingum myndu menn síst
gleyma. Hér er stuðst við texta þeirrar gerðar Landnámu sem
kallast Sturlubók, en upphafleg gerð bókarinnar er því miður
ekki varðveitt. Þó er ekki sjálfgefið að yngri textinn sé óheppi-
legri fyrir þá aðferðafræði sem hér er beitt.
Eg hef dregið út sjö landnámsmenn sem standa upp úr miðað
við fyrrnefndan mannvirðingakvarða, en bústaðir þeirra eru
skáletraðir í töflunni. Þessi hópur inniheldur alla þá sem eru
sagðir ættgöfugir, og fer það gjarnan saman að mikið er skrifað
um þá. Landnámsmenn á Melum í Hrútafirði eru þeir einu í þess-
um úrvalshópi sem ekki eru beinlínis sagðir ættgöfugir eða miklir
höfðingjar, en mikil frásögn (auk fjölda vísna) er af málum þar
sem afkomendur þeirra koma við sögu, og hefur það að líkindum
verið fært í Sturlubók úr Þætti Hrómundar halta (Eyvindarsonar
sörkvis). Segja má að þetta sé vafatilvik, en lengd frásagnar er lát-
in ráða valinu. Ingimundur á Hofi er í fremstu röð, frægur og vel-
borinn. Ekki er sagt hvar Skinna-Björn landnámsmaður í Mið-
firði bjó, en beinast liggur við að ætla að hann hafi búið á Reykj-
um í Miðfirði, þar sem Skeggi sonur hans bjó síðar, frægur höfð-
ingi. Auðunn í Víðidal var kominn af jörlum á Englandi. Harald-
ur hringur Haraldsson, sem nam í Vesturhópi og á Vatnsnesi, var
af stórum ættum. Fyrst settist hann að á Hringsstöðum, en bjó