Skírnir - 01.04.1995, Side 163
SKÍRNIR
LANDNÁM 1 HÚNAÞINGI
157
svo að Hólum, nú Vesturhópshólum. Ævar, sonur hans Véfröður
og afkomendur hans, eru áberandi höfðingjar. Ævar valdi
Véfröði bústað í Móbergi, en sjálfur bjó hann í Ævarsskarði.
Ekki er nú vitað hvar Ævarsskarð var, en menn hafa ýmist talið
að það hafi verið nærri þeim stað þar sem nú er bærinn Bólstað-
arhlíð, eða að það sé Litla-Vatnsskarð í Laxárdal (Landnáma, bls.
225). Ég hef valið Móberg sem höfuðsetur þessarar ættar, enda er
Ævarsskarð týnt og kemur lítið við sögur, en Móbergs er t.d. get-
ið í Vatnsdcela. sögu sem höfðingjaseturs. Lrásögn Landnámu af
því hvernig Ævar markaði bæjarstæði sonar síns er einnig merki-
leg ábending (sjá síðar). Geta verður Jörundar háls á Grund í
Vatnsdal, sem var jarlssonur, þótt frilluborinn væri. I Vatnsdæla
sögu segir að hann hafi gengið næst Ingimundi að mannvirðingu í
þeim hópi er út kom með Ingimundi og virðist hafa hlýtt forustu
Ingimundar. Aðrir landnámsmenn eru hvorki sagðir stórættaðir,
né er um þá fjallað í löngu máli í Sturlubók.
Ætla má að enginn vafi leiki á staðsetningu þessara sjö út-
völdu landnámsbæja, að undantekinni Grund í Vatnsdal, þar sem
nákvæmt bæjarstæði er ekki þekkt. Þessi flokkur býla, sem ég
kalla höfuðból, er breiðletraður í töflunni og merktur á sérstakan
hátt á landakortinu á 3. mynd. Nefna má að í Landnámu (bls.
286) eru taldir upp átta göfugustu landnámsmenn í Norðlend-
ingafjórðungi, og af okkar slóðum eru nefndir þeir Ingimundur,
Auðunn og Ævar. I skrá yfir mestu höfðingja á landinu árið 930
(bls. 396) eru þeir nefndir Miðfjarðar-Skeggi á Reykjum, og Þor-
steinn Ingimundarson á Hofi. Þessar skrár eru það svipaðar úr-
vali mínu, að ég tel óhætt að halda fram rannsókninni á þessum
tiltölulega óhlutdræga grundvelli. Þar með er ekki sagt að úrval
þetta sé í öllu rétt eða fullkomið, enda er sjaldgæft að fá mæligögn
sem ekki eru að nokkru spillt af truflunum.
2.2. Greining á skipan höfuðbóla
Lyrstu tilraunir mínar beindust að því að finna landmælingahring
stað í héraðinu, samkvæmt fyrirmynd hjólsins í Rangárvallasýslu.
Þannig hjól er 64 km í þvermál og varla má koma nema einu slíku
fyrir í Húnaþingi. Mér tókst ekki að koma slíku líkani heim og
saman við þær upplýsingar sem fyrir liggja um landnámsbyggð-