Skírnir - 01.04.1995, Side 165
SKÍRNIR
LANDNÁM í HÚNAÞINGI
159
þess fyrrnefnda, og nefni ég þau 3. stigs hringi (sjá 1. töflu). Þver-
mál slíkra hjóla ætti því að vera um 25,6 km, eða svipuð fjarlægð
og einkennir afstöðu höfuðbóla í Húnaþingi. Það virtist því
mögulegt að gera ráð fyrir mörgum hringum og leggja miðjur
þeirra í höfuðbólin. Þessi tilgáta hefur leitt til þeirrar lausnar sem
hér er kynnt og sýnd er á 3. mynd. Auðveldlega má sjá keðju
hringa eða „hjóla“ sem snertast og hafa miðju í eftirtöldum fimm
höfuðbólum: Melum, Reykjum, Vesturhópshólum, Hofi og Mó-
bergi. Ekki má koma fyrir slíkum hringamiðjum á Auðunarstöð-
um eða Grund, án þess að hringirnir skarist við hina fyrrnefndu.
Fjórir bæjanna, Hof, Móberg, Hólar (Vesturhópshólar) og
Reykir, mynda hornpunkta í nokkuð reglulegum samsíðungi.
Austur- og vesturhliðar samsíðungsins myndast af línum frá Hofi
til Móbergs og frá Reykjum til Hóla. Þessar fjarlægðir eru nærri
fyrrgreindri þvermálslengd, um 25 km, og stefnur þeirra eru svip-
aðar. Að auki tengjast Melar í Hrútafirði þessari mynd, því þeir
eru álíka langt frá Reykjum og Hólar og eru á línu sem er fram-
lenging á vesturhlið samsíðungsins. Fjarlægðin Hof-Hólar,
hornalínan í samsíðungnum, er einnig svipuð að lengd. Þessi fjar-
lægð sem þannig kemur fram fjórum sinnum, og ætti að tákna
þvermál 3. stigs hrings, mælist að meðaltali 25,1 km, sem er 2%
minna en tilgátan sagði fyrir um (sjá 1. töflu). I 3. töflu eru gefnar
mældar stærðir fyrir helstu tengingar í þessu kerfi. Sjá má á töfl-
unni og kortinu að fjarlægðin Reykir-Auðunarstaðir er svipuð og
geislalengd þessara hugsuðu hjóla. (Sama gæti jafnvel gilt fyrir
vegalengdina Móberg-Ævarsskarð, ef Ævarsskarð var í nánd við
Bólstaðarhlíð.) Aðeins einn staður í úrvalinu virðist ekki hlýða
reglunni um réttar fjarlægðir, en það er hið óvissa bæjarstæði
Grundar. Hér verður þetta mælingakerfi kallað „samsíðungur
Húnaþings", og í almennri umræðu getur nafnið vísað til allra
mælipunkta og lína sem tengjast hinni eiginlegu samsíðungs-
mynd. Lítum nánar á lögun samsíðungsins og horn hans. Þau
mælast 54° við Reyki, 57° við Móberg, 124° við Hof og 125° við
Vesturhópshóla. Mögulega er hugsunin á bak við myndina sú, að
gagnstæð horn eigi annars vegar að vera 54°, en hins vegar 126°,
þ.e. þrefeldi og sjöfeldi af 18°. Grundvallareining þannig myndar