Skírnir - 01.04.1995, Page 167
SKÍRNIR
LANDNÁM í HÚNAÞINGI
161
3. tafla. Stefnur og fjarlægðir milli helstu landnámsbæja.
frá til stefna frá N réttsælis fjarlægð (km) túlkun á lengd
Samsíðungur:
Hof Móberg 22,3“ 24,0 þvermál
Reykir Hólar 24,3“ 25,0 þvermál
Reykir Hof 78,7“ 31,1 þvermál x 6/5
Hólar Móberg 79,4° 29,8 þvermál x 6/5
Aðrar línur:
Melar Reykir 23,7° 25,3 þvermál
Reykir Auðunarstaðir 61,8° 12,9 þvermál/2
Hof Auðunarstaðir -90,0° 19,1
Hof Hólar -50,5“ 26,3 þvermál
Reykir Móberg 54,4“ 48,7
Melar Hof 54,1” 50,1
Því er ekki að leyna að form samsíðungsins er töluvert af-
myndað. Einkum er Móberg í skakkri stöðu, og ætti sá horn-
punktur að vera allt að 2 km norðar og austar, en þar er reyndar
háfjall. Ýmsar skýringar mætti finna á þessari skekkju og öðrum
slíkum. í Landnámu (bls. 225) segir: „Ævarr fór upp með Blöndu
at leita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergs-
brekkur setti hann þar niðr stöng háva ok kvezk þar taka Véfröði
syni sínum bústað“. Stöngina túlka ég sem landmælingamerki og
að hún hafi verið táknræn fyrir heimstréð í miðjunni, og því sé
Móberg miðja í landnámi Ævars. Ævar kom líklega heldur seint
út, því að öll lönd vestan Blöndu voru þá numin, samkvæmt
sömu heimild. Það mætti hugsa sér að þá þegar hafi frumherjarnir
lagt línurnar í kerfinu og Ævar hafi orðið að taka því sem í boði
var. Þar sem ekki var fært að byggja hinn eiginlega mælipunkt
uppi á fjallinu, lét hann sér nægja að setja bústaðinn í brekkurnar
svo nærri sem komist var. Reyndar er það ekki sjálfgefið að bæj-
arhúsin hafi orðið að sitja nákvæmlega á mælipunktinum, þótt
það sé eðlileg forsenda á þessu stigi rannsóknarinnar.
2.3. Línur Jóns Eyþórssonar
Jón Eyþórsson hefur bent á að bæir á sléttlendi Húnavatnssýslu
standi að því er virðist í beinum röðum. Það hafi oft sést glöggt