Skírnir - 01.04.1995, Side 168
162
KARL GUNNARSSON
SKÍRNIR
þegar símalínur voru lagðar um sveitir. Jóni er spurn hvort land-
námsmenn hafi valið bæjarstæði eftir fleiri sjónarmiðum en hing-
að til hafa verið talin. Hann telur upp eftirfarandi línur: 9
JEl: Reykjanibba (fjallið), Orrastaðir, Hamrakot, Kagaðarhóll, Geita-
skarð (24°).
JE2: Reykir, Smyrlaberg (23°).
JE3: Beinakelda, Hæll (Hæli?), Meðalheimur, (Hurðarbak, út úr),
Kaldakinn (40°).
JE4: Ásmundarstaðir (= Miðhópssel), (Umsvalir, nokkuð austan við),
Hólabak, Steinnes, Litla-Giljá, Stóra-Giljá, Kringla, Torfalækur,
Holt. (Línan stefnir 23° sunnan Kringlu, en brotnar þar og stefnir
17° norðan við. Gullsteinn er milli Giljár og Kringlu.)
JE5: Akur, Húnsstaðir, Hjaltabakki (25°).
JE6: Gröf, Miðhóp, Hagi, Leysingjastaðir (22°). Línuna má framlengja
til norðurs svo hún fari nærri Þingeyrum og Stígandahrófi.
JE7: Marðarnúpssel, Hrafnabjörg, Holt, Litla-Búrfell, Stóra-Búrfell,
Gunnfríðarstaðir (-11°).
Hér má sjá að af sjö línum liggja fimm í stefnu á bilinu frá 22°
til 25° austan norðurs, eða nærri meðalstefnunni 23° (sjá einnig 5.
mynd). Þessi stefna er sú sama og við höfum séð í austur- og
vesturhliðum samsíðungs Húnaþings. Það væri vissulega mjög
ólíklegt að tilviljun réði því að fimm af sjö línum hafi nær sömu
stefnu. Þrátt fyrir það megum við ekki taka þetta sem tölfræði-
lega sönnun, því Jón hefur greinilega valið þessa stefnu úr og á
heldur óljósum forsendum. Hann virðist gera ráð fyrir að allir
þessir bæir séu frá landnámstíð og gerir t.d. ekki kröfur um lág-
mark á fjölda punkta í marktækri línu. A hinn bóginn stendur
það upp úr að fræðimaður sem er kunnugur í héraðinu hefur
fengið það sterklega á tilfinninguna að fyrrgreind stefna sé ríkj-
andi í afstöðu bæja. Hann notar safn núverandi bæjarstæða án
nánari flokkunar og kemst að sömu niðurstöðu og ég fékk með
því að nota ákveðið úrval landnámsbæja samkvæmt greiningu á
9 Jón Eyþórsson, Árbók, Ferðafélag íslands 1964, bls. 138-39. Ég hef gefið lín-
unum einkennisstafi. Þar sem stefnumæling Jóns er ekki nákvæm, læt ég fylgja
mælingu mína og athugasemdir í sviga. Upptalning hefst alltaf að sunnan-
verðu.