Skírnir - 01.04.1995, Page 170
164
KARL GUNNARSSON
SKÍRNIR
byggt þar.10 Þessi staður er nær á miðri línunni frá Hofi til Hóla,
eða nærri geislalengd (13,1 km) frá Hofi, og er því í þeirri merki-
legu stöðu að liggja í samsíðungnum miðjum. Línan JE4 helm-
ingar því samsíðunginn, þar sem hún gengur í gegnum miðpunkt-
inn hans og er samsíða austur- og vesturhliðum. Af þessum
ástæðum er sá möguleiki fyrir hendi að lína JE4 hafi verið skil-
greind með stærðfræðilegri rökvísi um leið og samsíðungurinn
var lagður.
Annar athyglisverður sögustaður er á línu JE4 þar sem hún
sker norðurhlið samsíðungsins, en það er steinn sá sem nú er
kallaður Gullsteinn. I steininum bjó vættur nokkur eða „ármað-
ur“ sem Koðrán á Giljá og þeir frændur höfðu blótað. Koðrán
var faðir Þorvalds víðförla kristniboða. I Kristni sögu segir að
Koðrán hafi fengið kristniboðana til að reyna sig á móti ármanni
þessum. Við yfirsöng Friðreks biskups klofnaði steinninn. Var
ármaður þá talinn sigraður og Koðrán tók við kristinni trú. Hér
má hugsanlega sjá að helgistaðir og bústaðir vætta hafi verið settir
niður samkvæmt stærðfræðilegri reglu og landmælingu, auk þess
að mannabyggð var skipað í sama kerfi.* 11
3. Niðurstödur og umræða
3.1. Mteliniðurstöður og samsvörun við vinnutilgátur
Niðurstöður eru hér teknar saman og metnar í ljósi þeirra fjög-
urra vinnutilgáta, sem lagt var upp með.
Miðja
Fyrst verður að viðurkenna að mér hefur mistekist að finna hjóli
stað í Húnaþingi, af þeirri gerð sem svarar til fyrirmyndarinnar í
10 Haraldur Matthíasson, Landið og landnáma 1, bls. 257-59. Hvatastaðir eru
staðsettir samkvæmt ágiskun heimamanna og leiðsögn Hauks Magnússonar á
Brekku.
11 Kristni saga, Guðni Jónsson sá um útgáfuna, íslendingasögur 1, íslendinga-
sagnaútgáfan 1953, bls. 246-47.
Vegfarendur geta auðveldlega fundið Gullstein. Hann er skammt norðan við
Stóru-Giljá, rétt ofan við þjóðveginn norðan Þúfnalækjar. Staðurinn hefur
verið markaður að nýju á okkar öld, því þar hafa tré og steinn verið reist til
minningar um trúboðið. Lengi lifir í gömlum glæðum.