Skírnir - 01.04.1995, Side 171
SKÍRNIR
LANDNÁM í HÚNAÞINGI
165
Rangárhverfi (64 km þvermál), og sem fellur að þeim upplýsing-
um sem ég fæ lesið úr Landnámu. Aftur á móti eru töluverðar
líkur á að a.m.k. fimm minni hjól hafi verið skilgreind þar, með
miðjur í bæjarstæðum leiðtoga landnámsmanna. Afstaða þessara
bústaða teiknar reglulega mynd sem ég hef nefnt samsíðung
Húnaþings. Þessi hjól má kalla Hofs- eða Vatnsdælahjól, Mó-
bergs- eða Æverlingahjól, Hólahjól, Reykjahjól og Melahjól. Mér
hefur ekki tekist að finna fleiri hjólum stað, a.m.k ef þeirri reglu
er haldið að hjólin snertist, skarist ekki og gangi ekki yfir í næstu
héruð. Hugsanlega mætti bæta við hjóli á Skagaströnd, en þar er
eyða í gögnum Landnámu. Af „mælifræðilegum" ástæðum þykir
mér þó ekki ólíklegt að kerfi fimm hringa hafi einmitt verið talið
mynda eina heild (sjá umræðu hér að aftan).
Eftir á að hyggja er það ekki síður líkleg lausn að finna
fremur mörg smá hjól en eitt stórt, enda benda ritaðar heim-
ildir ekki til mikillar miðstýringar á þessum tímum, t.d. að
landsvæði á stærð við heilar sýslur hafi lotið einum leiðtoga.
Fyrstu upplýsingar um fjölda goðorðsmanna finnast í frásögn
Ara fróða af því þegar landinu var skipt í fjórðunga, en það
var á síðari hluta 10. aldar. Þá áttu þrír goðar að vera í Húna-
þingi, sem og öðrum héraðsþingum.12 Það verður að teljast
heldur líklegt að þessi hugmynd um dreifingu valdsins, marg-
ar „miðjur", sé framhald af fyrri stjórnmálahefð landsmanna,
þótt einstök atriði skipulagsins hafi breyst.
Þingstaðurinn á Þingeyrum gæti hugsanlega hafa gegnt hlut-
verki héraðsmiðju í skilningi landmælinga. A móti því má færa
þau rök að engar heimildir eru fyrir því að hann hafi verið notað-
ur í upphafi byggðar, og engar fyrri niðurstöður í þessum „land-
mælingafræðum" benda heldur til þess að þingstaðir hafi verið
útmældar miðjur í héraðshjólum. Samt sem áður má koma Þing-
eyrum inn í kerfið, því staðurinn liggur á norðurhlið samsíðungs-
ins. Þar að auki er hann á umfari Hólahjóls, og stefnan frá Hofi
til Þingeyra er -23°, þ.e. stefnan í hliðum samsíðungsins, en spegl-
uð um norðurásinn. (Minna má á að nærri þessum stað á bakka
12 hlendingabók - Landnámabók, bls. 12.