Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 172
166
KARL GUNNARSSON
SKÍRNIR
Húnavatns er svonefnt Stígandahróf, þar sem Ingimundur á Hofi
hafði sitt ágæta skip Stíganda.) Sé þetta annað en tilviljun, er ekki
útilokað að þar hafi verið þingað frá öndverðu, en staðsetningin
vekur fremur það hugboð að um síðari tíma viðbót eða mála-
miðlun sé að ræða.
Þvermál
Það hlýtur að vera ein merkasta niðurstaða þessarar rannsóknar
að fjarlægðin 25 km kemur mjög sterkt fram í samsíðungnum.
Hana túlka ég sem þvermál landmælingahrings af svonefndu 3.
stigi (sjá 1. töflu), en tilgátur um hringi af þessari stærð hafa ekki
verið birtar áður. Fjarlægðin mælist fjórum sinnum milli höfuð-
bóla og þar að auki tvisvar óbeinlínis í norður- og suðurhliðum,
ef túlkunin er rétt. Þá má álíta að hálf fjarlægðin, geislinn, komi
fram í línunum Reykir-Auðunarstaðir og Hof-Ásmundarstaðir.
Ef þessir átta aflestrar eru reiknaðir sem þvermál, liggja þeir á bil-
inu 24,0 til 26,3 km, og eru meðaltal og staðalfrávik 25,4 ± 0,8 km.
Þessi tala er afar nærri stærðinni 25,6 km sem vinnutilgáturnar
sögðu fyrir um (1. tafla).
Ekki get ég bent á hliðstæðu þessarar fjarlægðar í öðrum ís-
lenskum gögnum og í sjálfu sér er það ekki traustvekjandi að fá
nýjar grundvallarstærðir út úr hverri nýrri rannsókn. Að öllum
líkindum er þó náinn skyldleiki við fyrri niðurstöður. Hringur
sem er 1/5 af stærð hins stærsta sem Einar Pálsson hefur skil-
greint (af 1. stigi), ætti að hafa geisla 432 hundruð fet (þ.e.
216000/5). Þarna kemur því fram tala sem á heima í rununni 27,
54, 108, 216, 432, sem Einar ætlar að sé uppruni eða einkenni
þessara stærða.13
Sama hugmyndafræðin gæti því átt við báðar hringjastærðirn-
ar. Einnig mætti hugsa sér að hinum fimm litlu hjólum hafi verið
13 Til fróðleiks má nefna að allar þessar fimm tölur hafa 9 að þversummu. Næstu
fimm tölur í rununni, 864 upp í 13824, hafa 18 sem þversummu. Eins og sagt
var í inngangi, eru 9 og 18 einnig einkennandi fyrir stærðir hjólanna. Þeir sem
kynnt hafa sér hugsanagang fornrar tölspeki geta gert sér í hugarlund hvort
þetta hefur þótt marklaust.