Skírnir - 01.04.1995, Page 175
SKÍRNIR
LANDNÁM í HÚNAÞINGI
169
um grunni tilgátunnar, sem er að stefnurnar tengist lögum og
skipulagi þjóðfélagsins og að fyrrnefndur þríhyrningur sé ein-
kennismynd þeirra.
3.2. Er flatarmálsmyndin marktæk?
Greining á landnámsbyggðinni hefur leitt í ljós áberandi einkenni
eða endurtekningu á lengdum og stefnum. Eg hef kosið að kynna
þær niðurstöður sem hugsaða keðju fimm hringja, skipað niður á
samsíðung. Þessi hugmynd er að sjálfsögðu túlkun mín, sem leið-
ir af þeirri hugmyndafræði sem ég ætla að búi að baki, en eins og
við höfum séð er samsvörun við vinnutilgáturnar ekki fullkomin.
I raun og veru er afar fátt í gögnunum sem bendir eindregið til
þess að hringir hafi verið dregnir umhverfis þá punkta sem ég
kalla miðjur. Samsíðungurinn gæti einungis verið afleiðing af
flóknari flatarmálsmynd og aldrei verið hugsaður sem slíkur, eða
tilviljun gæti skipað einfaldari tengslum í þessa mynd.
Þrátt fyrir þessi vafamál er rétt að hafa í huga að hin hráu
gögn fela í sér ákveðin tölfræðileg líkindi. Ur hópi sjö útvaldra
höfuðbóla reynist fjarlægð á milli þeirra vera um 25 km í fjórum
tilfellum. Líkindin fyrir því að þetta geti verið tilviljun met ég
vera af stærðargráðu 1/100. Þetta eitt mælir þó ekki afdráttarlaust
á móti tilviljun, enda eru reikningar mínir mjög grófir og óvissan
mikil.15 Nú bætist við að stefna nærri 23° einkennir þrjár af þess-
um fjórum leiðum, og það reynist vera afar ólíkleg tilviljun, eða
um 1 möguleiki af 1000. Nú hef ég að auki bent á ýmiss konar
aðra reglu í gögnunum, sem sjálfsagt myndi enn minnka líkur á
að um tilviljun sé að ræða, en þótt ekki væri fyrir annað en ofan-
greind tvö einkenni, sýnist mér óhugsandi að vísa niðurstöðunum
frá sem tilviljun, að ókönnuðu máli. Ef draga á þær í efa, verður
að höggva að rótunum og meta hvort gagnahópurinn sé á ein-
hvern hátt valinn á hlutdrægan hátt.
15 Hér nota ég einkum formúlu Bernoullis: Ef af n tilfellum gerist atburður x
sinnum, og líkindi fyrir hverju tilviki eru p, eru heildarlíkur á að þetta gerist:
[n!px(l-p)n"x]/[x!(n-x)!]. Líkindin p met ég í hverju tilviki út frá áætlaðri mæl-
ingaóvissu og víðasta bili mæligilda sem samræmist tilgátum mínum um land-
mælingar. Annars verður ekki fjölyrt um þetta hér, enda geta flestir skynjað af
hyggjuviti sínu hvort þessar niðurstöður séu tilviljunarkenndar.