Skírnir - 01.04.1995, Page 178
172
KARL GUNNARSSON
SKÍRNIR
Ef landnámsmörk í Húnaþingi eru borin saman við hjólakerf-
ið, er tiltölulega litla samsvörun að sjá. Það er t.d. ekki hægt að
halda því fram að höfðingjarnir hafi eignað sér allt land innan síns
hrings. Þótt ekki sé gott að draga miklar ályktanir út frá slíkum
neikvæðum samsvörunum, má ætla að eignarhald lands hafi ekki
verið grundvallarhugmynd á bak við landmælinguna. Hins vegar
er líklegt að vald hafi fylgt miðlægri stöðu í kerfi, en hvort áhrifa-
svæði var bundið við viðkomandi hring, eða hvort það var ein-
ungis háð frjálsu samkomulagi goða og þingmanns eins og síðar
virðist hafa tíðkast, er erfiðari spurning. Mér þykir þó líklegra að
upphaflega hafi hringirnir verið hugsaðir sem eins konar „þjón-
ustusvæði“, a.m.k. hvað varðaði blót og aðrar athafnir sem tengd-
ar voru trúarbrögðum.
4. Lokaorð
Hér hefur verið sýnt fram á að ákveðna reglu má finna í innbyrð-
is afstöðu höfuðbóla eða valdamiðstöðva í landnámsbyggð
Húnaþings. Sterkar líkur eru gegn því að um tilviljun sé að ræða.
Reglan er það nákvæm að einfaldar landmælingar hljóta að hafa
verið framkvæmdar. Þá er þessi rannsókn var hafin, var lagt upp
með fáar einfaldar vinnutilgátur um einkenni slíkra mælinga.
Grundvöll þeirra má finna í ritum Einars Pálssonar, og hafa þær
legið fyrir í aldarfjórðung. Samsvörun við niðurstöður Einars er
nokkuð líkleg ef litið er til þeirrar hugmyndafræði sem til grund-
vallar er. Mælingar voru framkvæmdar, og hringir og ákveðnir
þríhyrningar notaðir. Aftur á móti er einnig ljóst að myndin í
Húnaþingi sýnir á margan hátt flóknari drætti en hinar einföld-
uðu vinnutilgátur; í hinum afdráttarlausu mælistærðum kemur
fram töluverður mismunur. Við þessu mátti búast, því tilgáturnar
lýsa óljósum hugmyndum okkar á frumdráttum fræðilegrar
heimsmyndar, en ekki einstökum útfærslum sem mótast gætu af
mismunandi kringumstæðum og á mismunandi tímaskeiðum. Þó
er álit mitt að í einfaldleika sínum hljóti sömu vinnutilgátur, sem
hér var lagt upp með, að vera áfram kjarninn í rannsóknum af
þesssu tagi. Til viðbótar má hafa í huga eftirfarandi mælitæknileg
einkenni Húnaþings: Mörg samtengd hjól geta myndað heild,