Skírnir - 01.04.1995, Síða 180
Úr Eneasarkviðu Virgils
Haukur Hannesson þýddi
Inngangur
publius vergilius maro - Virgill á okkar máli - var höfuðskáld Róm-
verja á fyrstu öld fyrir Krists burð og Eneasarkviða, sem hér er þýtt úr,
er almennt álitin meginrit rómverskra bókmennta.
Virgill var bóndasonur, fæddur hinn 15. október árið 70 f.Kr. í ná-
grenni Mantúa á Norður-Ítalíu, nánar tiltekið í Andes, er nú nefnist
Pietole. Uppvaxtarár hans voru miklir styrjalda- og hörmungatímar í
sögu Italíu. Fátt er varðveitt um æsku hans, en vitað að hann var settur
til mennta, meðal annars í Cremona og Mílanó, og lá leið hans síðan til
Rómar. Þar nam hann heimspeki og mælskulist. Árið 41 tapaði Virgill
föðurleifð sinni við Mantúa þegar land var tekið eignarnámi handa upp-
gjafahermönnum. Oktavíanus, síðar Ágústus keisari, bætti honum þann
skaða.
Virgill hafði ekki annan starfa um daga sína en iðkun skáldskapar.
Hann naut Oktavíanusar og komst undir verndarvæng auðmannsins
Maecenasar, sem var hollur skáldum og styrkti til að mynda annað stór-
skáld Rómverja, Hóras. Virgill varð þegar alþekktur og vinsæll höfund-
ur. Frægð hans óx jafnt og þétt eftir því sem tímar liðu og var hann um
aldir talinn meginskáld fornaldar.
Æviverk Virgils er heilsteypt, þrjú kvæðasöfn, öll undir sexliðahætti,
hexametri. Elsta safnið er minnst að vöxtum en hið síðasta langstærst
(skylt er að geta þess hér að Virgli eru stundum eignuð fáein sundurlaus
æskukvæði, en fræðimenn fara þó varlega í þær sakir). Elsta safnið nefn-
ist Bucolica, tíu hjarðljóð, ort árin 42-39; þá er Georgica, búnaðarljóð í
fjórum bókum, ort 37-29; og loks Aeneis, tólf bækur, hver þeirra um eða
nokkuð innan við eitt þúsund ljóðlínur. Skáldið var með Eneasarkviðu í
smíðum til æviloka og auðnaðist ekki að fullljúka henni, á stöku stað má
sjá misræmi og allvíða eru hálflínur.
Virgill lést 21. september árið 19 f.Kr. í Brundisium (sem nú heitir
Brindisi); var þá að koma úr austurvegi, úr kynnisför á söguslóðir Ene-
asarkviðu. Hann er grafinn í grennd við Napólí, en á þeim slóðum átti
hann lengi heima.
Eneasarkviða var ort að beiðni Oktavíanusar (63 f.Kr.-14 e.Kr.).
Hann var orðinn alráður í Rómaveldi árið 29, þegar Virgill hófst handa
við kviðuna, og árið 27 fékk hann nafnbótina Augustus. Stjórn hans
markaði endalok lýðveldistímans í sögu Rómar, borgarastyrjaldir lögð-
ust af og landamæri heimsveldisins voru treyst. Valdaár Ágústusar urðu
Skímir, 169. ár (vor 1995)