Skírnir - 01.04.1995, Side 181
SKÍRNIR
ÚR ENEASARKVIÐU
175
mikill friðartími, kærkominn öllum þeim er höfðu lifað endalausar
hörmungar borgarastyrjalda og samsæra á lýðveldistímanum. Þetta sést
berlega í verkum Virgils, ekki síst Eneasarkviðu: dauði, trygglyndi og
vinátta eru aðalminnin.
Sjálft söguefni Eneasarkviðu á rætur í fornri, rómverskri sögn: Hetj-
an Eneas á að hafa sloppið úr eldinum þegar Trója brann til grunna og
tekist að bjarga kjörgripum og húsgoðum Tróju til Italíu og stofna þar,
að vilja forlaganna, ríki er síðar varð Rómaveldi. Eneas var sonur Venus-
ar. Oktavíanus gat rakið ætt sína til hans og þar með til guðanna. Af
þessu má sjá að markmiðið með samningu Eneasarkviðu er hápólitískt.
Skáldið treystir þar grundvöll Rómaveldis, kallar það ævarandi ríki og
lýsir í persónunni Eneasi þeim eiginleikum er prýða skuli sannan Róm-
verja á friðardögum Ágústusar. Virgill lætur Eneas bera kenningarnafnið
pius, er mætti útleggja sem skyldurækinn, guðhræddur, trúfastur.
Eneasarkviða er svar Virgils og Rómverja við Hómerskviðum. Sagan
hermir að Virgill hafi sett sér það takmark að Eneasarkviða yrði hvergi
lakari skáldskapur en kviður Hómers (sem nú er almennt talið að séu
ekki verk eins manns). Segja má að sex fyrstu bækurnar séu hliðstæðar
Ódysseifskviðu, þar sem hrakningum Eneasar og förunauta hans er lýst,
og sex síðari bækurnar hliðstæðar Ilíonskviðu, en í þeim segir frá land-
námi og hervinningum Trójumanna á Ítalíu. Sagan er hér, öfugt við
kviður Grikkjanna, rakin frá sjónarhóli Eneasar, hins sigraða í Tróju-
stríði, sem örlögin ætla að stofni veldi er hafi að lokum meðal annars öll
ráð Grikkja í hendi sér.
Undirrót átaka í Eneasarkviðu eru illdeilur Júnóar, eiginkonu Júpít-
ers, og Venusar, móður Eneasar. Júnó stendur gegn því að ráði örlaganna
verði framgengt, en Venus styður son sinn dyggilega í trausti þess að
Júpíter hafði heitið því að óskir hennar um nýtt ríki Tróverja rættust.
Fyrsta bók Eneasarkviðu segir frá landtöku Eneasar og förunauta
hans á Afríkuströnd, skammt frá Karþagó, og henni lýkur í veislusölum
Dídóar drottningar þegar Eneas hefur að segja frá ferðum sínum og
hrakningum undanfarin sjö ár.
I þýðingunni hér á eftir er fylgt þeirri aðferð, sem er gamalkunn í ís-
lenskum bókmenntum, að snúa fornum kviðum í óbundið mál. Aftan-
máls fylgja skýringar á helstu nöfnum manna og staða sem koma fyrir í
bókinni.
Þýbandi