Skírnir - 01.04.1995, Page 182
VIRGILL
ENEASARKVIÐA
Fyrsta bók
kveð ég um hervopn og þann mann er kom fyrstur frá Tróju-
ströndum til Italíu að fjörum Laviníums, rekinn á flótta að ætlun
forlaganna, þann mann sem guðirnir hröktu yfir sjó og land sök-
um langrækni og grimmlyndis Júnóar og mátti líða margt í orr-
ustum uns hann stofnaði borg og fengi húsgoðum sínum bústað í
Latíum; þangað er að rekja ætt Latverja, feður Ölbu og háreista
múra Rómaborgar.
Seg mér, sönggyðja, hvað hafði hann gjört henni í mót, hvað
gramdist guðanna drottningu svo, að hún lét þann mann, svo trú-
fastan, rata í aðrar eins hættur og aðrar eins þrautir? Bjó slík reiði
í himneskum hugum?
Að fornu var borg ein - byggð Týrverjum - og hét Karþagó;
stóð hún andspænis Ítalíu og þó langan veg frá ósum Tíberfljóts,
rík að auði og öllum öðrum herhvatari. Mælt er að Júnó hafi unn-
að henni heitast, heitar en Samos: hér voru hertygi hennar, hér
var vagn hennar. Vænti gyðjan að borg þessi yrði drottning yfir
öðrum þjóðum, ef forlögin leyfðu það, og hún lagði sig þegar í
öndverðu fram um að svo mætti verða. En hún hafði heyrt að
upp rynni ættkvísl af tróversku blóði sem í fyllingu tímans myndi
umturna týrverskum borgarvirkjum; af henni yxi voldug stríðs-
þjóð er eignast myndi víðlent ríki og gjöreyddi Líbýu: þannig
spynnu Forlagagyðjurnar þráð sinn. Þetta óttaðist dóttir Sat-
úrnusar, minnug hins gamla stríðs er hún háði í fylkingarbrjósti
við Tróju fyrir sína kæru Argverja - orsök reiðinnar og sárs-
aukans var henni ekki fallin úr minni. Særð geymir hún dóm Par-
ísar djúpt í hjarta sínu, hve fegurð hennar hafði verið smánuð
ranglega, og þessa þjóð sem hún'fyrirlítur, og metorð Gany-
medesar, er numinn var á brott. - Heiftarfull út af þessu varpaði
gyðjan þeim Tróverjum, sem Danáar og Akkilles hinn miskunn-
arlausi leifðu eftir, á haf út, hélt þeim fjarri Latíum og lét þá
velkjast í mörg ár um öll höf undan forlögunum. - Þannig, eftir
slíkar þrautir, festi hin rómverska þjóð rætur.