Skírnir - 01.04.1995, Page 183
SKÍRNIR
ÚR ENEASARKVIÐU
177
Þeir voru vart komnir úr augsýn Sikileyjar út á rúmsjó, sigldu
með öll segl uppi og ýfðu glaðir sælöðrið með eirslegnum kinn-
ungunum; þá mælti Júnó, sem fól eilíft sár í brjósti sínu, við sjálfa
sig: „Verð ég, sigruð, að falla frá ætlun minni, að bægja konungi
Tevkra frá Ítalíu? Forlögin mæla því að vísu mót. Gat ekki Pallas
eytt flota Argverja í eldi og steypt þeim sjálfum í hafið, einungis
sakir yfirsjónar og bræði Ajaxar Öleifssonar? Sjálf skaut hún
hraðfara eldi Júpíters úr skýjum, tvístraði skipunum og rótaði
upp sjávarfletinum með vindum, hreif hann með hvirfilbyl, er
eldtungur stóðu úr sundurstungnu brjósti hans, og rak hann fast-
an á hvassan drang; en ég, sem stíg fram drottning guðanna, systir
og eiginkona Júpíters, er í mörg ár að berjast gegn einni þjóð.
Mun nokkur hér eftir heiðra guðdóm Júnóar eða færa í auðmýkt
fórnir á ölturu mín?“
Á þessa lund hugsar gyðjan með sér í logandi hjarta er hún
kemur til Eólíu í heimkynni stormanna, þar sem allt er kvikt af
æðandi vindum. I víðum helli sveigir þar Eólus konungur undir
vald sitt stynjandi vinda og ýlfrandi storma, beislar þá með
hlekkjum og heldur föngnum. Gremjufullir rymja þeir svo mjög
við allar dyr hellisins að undir tekur í fjallinu. En Eólus trónir á
hamraborginni, með valdstaf í hendi, og mýkir skap þeirra og
stillir reiði þeirra, ella hrifu þeir á hröðu flugi með sér upp í heið-
loftin höf og lönd og hvelfdan himininn. En hinn almáttugi faðir
óttaðist þetta, byrgði þá inni í svörtum helli, hlóð þar ofan á
þunga hárra fjalla og setti þeim konung. Hann skyldi með trygg-
um sáttmála, og eftir skipun, ýmist stríkka eða slaka hyggindalega
á taumunum.
Júnó ávarpaði hann auðmjúk með þessum orðum:
„Eólus, því þér fól faðir guða og konungur manna að blíðka
öldurnar og æsa þær með vindinum, þjóð óvinveitt mér siglir um
Tyrrhenahaf og flytur sigruð húsgoð Ilíums til Italíu. Gef vind-
unum afl, fær skip þeirra í kaf og tvístra líkömum þeirra út um
allan sjó. Ég á tvisvar sjö Dísir, mjög fagurlimaðar, hina vænstu
þeirra, Deiopeu, mun ég gefa þér til eignar fyrir slíka þjónustu og
vígja ykkur í traust hjónaband, svo hún búi með þér allan þinn
aldur og gjöri þig föður að fallegum börnum."