Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 188
182
VIRGILL
SKÍRNIR
kæmu frá þeim, þegar tímar liðu fram, og foringjar af endurnýj-
uðu blóði Tevkers, sem hefðu öll yfirráð yfir sjó og löndum:
hvað veldur, faðir, sinnaskiptum þínum? I þessu fann ég huggun
við fall Tróju og hryggilegar rústirnar, ég lét góð forlög vega upp
á móti illum forlögum; en nú eltir sama óhamingja mennina, er
hafa liðið svo miklar þrautir. Hvern endi ætlar þú á raunum
þeirra, mikli konungur? Gat þó Antenor, sloppinn úr klóm Akk-
ea, komist inn Illyríuflóa og óhultur til innstu ríkja Líbúrna, sigr-
ast á upptökum Tímavus-fljóts, þar sem það brýst fram til sjávar
úr níu gáttum, með gríðarlegum gný svo undir tekur í fjallinu, og
flæðir sem beljandi haf yfir akrana. Þar stofnaði hann þó borgina
Patavíum, bústað handa Tevkrum, gaf þjóðinni nafn og hengdi
þar upp vopn Tróju; nú hvílir hann þar í friði, en oss, niðjum þín-
um, sem þú hefur heitið himnavist, er - ó, sú hörmung - án skipa,
sakir reiði einnar konu, haldið fjarri ströndum Italíu. Eru þetta
heiðurslaunin fyrir trúmennskuna? Kemur þú oss þannig til veld-
is að nýju?“
En faðir guða og manna brosti til hennar, að yfirbragði líkur
því þá er hann birtir upp himin og veður; hann kyssti dóttur sína
blíðlega, og segir síðan:
„Vertu óhrædd, Kýterea, allt stendur óhaggað um forlög niðja
þinna: þú munt sjá borgina og múra Laviníums, sem heitið er; þú
munt lyfta Eneasi, hinum hugprúða, hátt til stjarna himins; ráði
mínu verður ekki haggað. Ég mun því, fyrst þú ert svo hugsjúk út
af þessu, kunngjöra þér, og uppljúka enn frekar bók leyndra for-
laga, að hann mun heyja mikið stríð á Italíu og brjóta undir sig
villtar þjóðir, setja mönnum siði og reisa múra, þá er þriðja sum-
arið í Latíum hefur séð veldi hans og þrír vetur hafa liðið í her-
búðum eftir fall Rútúla. En sveinninn Askaníus, sem heitir nú
Júlus að kenningarnafni - hann hét Ilus þá er ríki Ilíums stóð -
hann mun sitja að völdum meðan tunglin líða í þrjátíu stóra
bauga og flytja aðsetur ríkisins um set frá Laviníum og grund-
valla múra Alba Longa með miklum mannafla. Þar mun nú í þrjú
hundruð ár standa ríki niðja Hektors, uns hofgyðjan Ilía, kon-
ungsdóttir, verður þunguð af Mars og elur tvo syni, tvíburabræð-
ur. Eftir það mun Rómúlus, hróðugur undir gulum feldi fóstru
sinnar, úlfynjunnar, verða ættfaðir þjóðarinnar, reisa múra borgar