Skírnir - 01.04.1995, Page 189
SKÍRNIR
ÚR ENEASARKVIÐU
183
Mars og láta Rómverja bera nafn sitt. Ég set þeim engin takmörk
yfirráða og engan fastan tíma, ég hef veitt þeim ævarandi ríki. Því
Júnó, sem nú er harðlynd og þreytir með ótta haf, lönd og himin,
mun bæta ráð sitt og ásamt mér annast vel Rómverja, drottnara
heimsins, þjóð íklædda skikkju. Þetta er vilji vor. Sá tími kemur,
þegar árin líða fram, að hús Assarakusar undirokar Fiðju og hina
ágætu Mýkenu og drottnar yfir sigruðum Argverjum. Þá mun af
fríðum uppruna fæðast tróverskur Sesar, ríki hans takmarkast við
úthafið, orðstír hans við stjörnurnar, Júlíus, kenndur við Júlus
mikla. Þú munt í fyllingu tímans taka á móti honum, áhyggjulaus,
á himni, er hann kemur hlaðinn herföngum úr Austurlöndum;
einnig hann verður ákallaður er menn strengja heit. Þá munu
harðneskjulegir tímar mildast og stríð liggja niðri; Fídes, hin
hvíta, Vesta og Quirinus, ásamt bróður sínum Remusi, munu
setja lög; stríðshliðunum skelfilegu verður fastlæst með járnslám;
ódámurinn Fúror, innilokaður, bundinn á bak aftur með hundrað
eirkeðjum, situr ófrýnilegur yfir hræðilegum vopnunum og
gnístir tönnum blóðugum kjafti.“
Þetta mælti hann; og hann sendir son Maíu ofan af himni til
þess að Tevkrum yrði tekið af gestrisni á landi og í borgarvirkjum
hinnar nýju Karþagó, og Dídó, sem ei vissi ætlun forlaganna,
héldi þeim ekki frá löndum sínum. Hann flýgur gegnum loftið,
vængir hans eru sem árar, og nemur von bráðar stað á ströndum
Líbýu. Og hann gerir það sem fyrir hann var lagt, og grimm
hjörtu Púnverja mildast að boði guðs, framar öllu sýnir drottn-
ingin Tevkrum friðsemi og góðvild.
En Eneas hinn trúfasti, sem hafði velt mörgu fyrir sér um
nóttina, ákvað að halda á stað undir eins og blessuð sólin rynni
upp, til þess að kanna hinar nýju slóðir, strandirnar þangað sem
veðrin höfðu borið hann, hverjir byggju þar - því honum virðist
landið óplægt - menn eður villudýr, og segja förunautum sínum
allt af létta. Hann felur flota sinn undir limaþaki í skjóli hamra-
skútans, innibyrgðan af trjám og dimmum skuggum; heldur svo á
leið, hefur til fylgdar Akkates einn manna og sveiflar í hendi sér
tveimur kastspjótum með breiðum járnblöðum. Þá kom móðir
hans í móti honum mitt í skóginum, yfirbragðið og fasið meyjar-
legt, og bar vopn Spörtumeyjar, áþekk Harpalýku frá Þrakíu sem