Skírnir - 01.04.1995, Qupperneq 190
184
VIRGILL
SKÍRNIR
mæðir hestana og fer skjótar yfir en flugastraumur Hebrus-fljóts.
Því um öxl sér hafði hún hengt, eftir venju, handhæfan boga
veiðimeyjar og lét hárið flaksast í blænum, og bylgjandi klæðin
hafði hún tekið saman í hnút, svo þau náðu henni ekki niður að
hnjám. Og hún verður fyrri til að ávarpa þá og segir:
„Hóhæ, þið ungu menn, segið mér, hafið þið ef til vill rekist á
eina af systrum mínum reikandi hér um skóginn, með örvamæli
um öxl og íklædda dröfnóttum gaupufeldi, ellegar að þjarma með
veiðiópi að froðufellandi villigelti?“
Þannig mælti Venus og sonur Venusar svaraði henni á þessa
leið:
„Ekki hef ég heyrt né séð neina af systrum þínum, ó ... hvern-
ig á ég að ávarpa þig, meyja? því ekki er yfirbragð þitt sem dauð-
legra manna, né heldur er málrómur þinn sem mannsrödd; sann-
lega ert þú gyðja, systir Föbusar ef til vill eða ein af Dísunum?
Heill sé þér og léttu undir með oss í þrengingum vorum, og seg
oss, undir hvaða himni, um hvaða strendur jarðarkringlunnar
erum vér á sveimi; vér þekkjum eigi mennina né staðina, en ráfum
hér um, og höfum hrakist hingað fyrir veðrum og stórsjó. Þú
skalt af hendi vorri fá ríkulegar fórnir á ölturu þín.“
Þá mælti Venus:
„Eigi álít ég mig verðuga slíks heiðurs; týrverskum meyjum er
tamt að bera örvamæli og hnýta upp á kálfa sína purpurarauða
háskó. Þú sérð hér ríki Púnverja, Týrverja og borg Agenors; hér
sérðu lönd Líbýu, harðskeytta stríðsþjóð. Dídó ræður hér ríkjum
og kom hún frá Týrosborg, landflótta fyrir bróður sínum. Ójöfn-
uður sá á sér langa sögu og flókna; en ég rek nú aðeins helstu
atriðin. Bóndi hennar hét Sykkeus, auðugastur allra Fönikíu-
manna að löndum, og hún unni honum ofurheitt, veslingurinn;
faðir hennar gaf honum hana óspjallaða til hjúskapar. En yfir ríki
Týrverja réð bróðir hennar, Pygmalíon, öðrum verri að glæpa-
hneigð. Illdeilur hófust milli þeirra: Pygmalíon, níðingurinn, rak
Sykkeus varnarlausan á laun í bakið með sverði framan við öltur-
in, blindaður af gullgirnd, og lét sér fátt um finnast ást systur
sinnar; hann leyndi verknaðinum lengi; og illvirkinn lék sér
hræsnisfullur að angri hennar með tálvonum. En svipur bónda
hennar, sem var ógrafinn, kom til hennar í svefni; hann lyfti, á