Skírnir - 01.04.1995, Page 192
186
VIRGILL
SKÍRNIR
óhultan stað, nema það sé til einskis sem foreldrar mínir kenndu
mér um fuglaspá. Líttu á! glaðar álftir, tvisvar sex, í fylkingu; fugl
Júpíters steypti sér úr lofti og tvístraði þeim undir víðum himni;
nú ná sumar þeirra loks til jarðar, í langri röð, en aðrar, nýsestar,
litast um af jörðu: eins og þær leika sér, snúnar aftur, með vængja-
þyt og sungu í sameiningu í sveig um loftin, eins eru sum skip þín
þegar í höfn og menn þínir, en önnur sigla fullum seglum inn
hafnarmynnið. Skundaðu nú af stað þangað leiðar þinnar.“
Þetta mælti hún; og er hún sneri sér undan, ljómaði af rósleit-
um hnakka hennar og himneska angan lagði af guðdómlegu hári
hennar; nú voru klæðin skósíð og það var auðséð á göngulagi
hennar að hún var sönn gyðja. Og er honum varð ljóst að hér fór
móðir hans, þá hrópaði hann á eftir henni:
„Hví ert þú einnig svo harðbrjósta, að þú blekkir son þinn
svo oft með tálsýnum, hvers vegna má ég ekki taka í hönd þína
og heyra og tala sönn orð?“
Eftir þessa aðfinnslu heldur hann í átt til borgarinnar. En
Venus huldi mennina myrku lofti á göngu sinni, gyðjan færði þá í
þykkan þokuhjúp, svo enginn gæti fest augu á þeim, né snert þá,
né tafið för þeirra eða spurt hvers vegna þeir væru komnir. Sjálf
leið hún upp til Pafus og settist þar glöð í bústöðum sínum; þar á
hún hof, á hundrað ölturum brenna reykelsi frá Saba og þar ilma
nýfléttaðir blómsveigar.
En þeir hröðuðu för sinni áfram eftir því sem vegurinn lá. Og
nú voru þeir að klífa hálsinn sem hátt rís yfir borgina og lítur fyr-
ir neðan sig turnana fram undan. Eneas furðar sig á mikilleik
bygginganna, sem áður voru hreysi, furðar sig á borgarhliðunum,
háreystinni og steinlögðum strætum. Týrverjarnir ganga hraust-
lega að verki: sumir eru að hlaða múrana, reisa háborgina og velta
björgum með handafli, aðrir eru að velja sér spildu undir hús og
afmarka hana með plógfari. Þeir kjósa sér lög, embættismenn og
heilagt öldungaráð. Sumir dýpka fyrir höfn, aðrir grafa djúpan
grunn að sjónleikahring, enn aðrir höggva háar súlur úr stórgrýti,
rismikla sviðsprýði. Þannig strita býflugur um vor, á blómlegum
völlum undir sólu, er þær leiða út fullvaxnar ungflugur eða safna
hreinu hunangi og troðfylla hólfin í búi sínu af sætri ódáinsveig,
taka við böggum þeirra sem úti voru eða mynda fylkingu og