Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 193
SKÍRNIR
ÚR ENEASARKVIÐU
187
varna einskisnýtum flugum inngöngu í búin; allt er á iði af at-
orkusemi og hunangið angar af blóðbergi. „Ó, lánsömu menn,
múrar yðar rísa nú þegar!“ mælir Eneas og skyggnist um yfir þök
borgarinnar. Gengur síðan, hulinn þokuhjúpnum - undursamlegt
- inn á meðal manna og sér hann þó enginn.
I borginni miðri var lundur einn; þar var notaleg forsæla og
þar grófu Púnverjar, eftir að sjór og veður hafði hrakið þá þang-
að, upp teikn sem Júnó drottning vísaði þeim á, haus af stríðs-
hesti: tákn þess að þjóðin yrði frækin í stríði og velmegandi um
aldir. Hér lét Dídó hin sídónska reisa mikið hof, ríkulega búið
gjöfum og þóknanlegt gyðjunni; þrepin upp að þröskuldinum
voru úr eir, dyrastafir eirslegnir og það marraði í hjörum á hurð-
arvængjum úr bronsi. Hér í rjóðrinu bar loksins nýjung fyrir
sjónir, sem linaði óttann, hér þorði Eneas loks að vonast eftir
björgun, að treysta á betri heill. Því á meðan hann skoðar hvern
hlut í hinu mikla hofi og bíður komu drottningar, undrast yfir
ríkidæmi borgarinnar og hagleik listamannanna, verkum þeirra
og iðni, sér hann raktar í myndröð orrustur Ilíums, sem orðnar
voru víðfrægar um allar jarðir, Atreifssyni og Príamus og fjanda
beggja, Akkilles. Hann stendur kyrr og mælir grátandi:
„Hvar finnst nú staður, Akkates, landsvæði á jörðunni sem
kann ekki að segja frá raunum vorum? Sjá, þarna er Príamus!
Einnig hér getur að líta laun dáða hans, hér eru tár heimsins, og
beiskleg örlög dauðlegra manna fanga hugann. Óttastu eigi;
lofstírinn hér færir þér heill á einhvern hátt.“
Þannig mælti hann; og hann gleður huga sinn við þögla
myndina, stynur þungan og vangar hans verða votir, því tárin
streyma úr augum hans. Hér sá hann Grikki á flótta undan tró-
verskum æskumönnum í bardaganum um Pergama, og hér Fryg-
íumenn og hvernig Akkilles, með skúfhjálm á höfði, sótti hart að
þeim í vagni sínum. Og þar nærri kennir hann, grátandi, tjöld
Resusar úr snjóhvítum dúkum: þeir voru nýsofnaðir er Týdeifs-
sonur, blóðþyrstur, sveikst að þeim og murkaði úr þeim lífið í
miklum blóðvaðli, og rak óðar ólma hestana til herbúða áður en
þeir höfðu bitið gras Tróju eða drukkið úr Xantus-fljóti. A öðr-
um stað sést Tróílus á flótta, vopnlaus, og ólánsamur sveinninn
lendir í vopnaskiptum við Akkilles, sem er honum miklu mátt-