Skírnir - 01.04.1995, Page 195
SKÍRNIR
ÚR ENEASARKVIÐU
189
menn komu af öllum skipunum að biðja sér góðvildar og héldu
við mikla háreysti til hofs.
Og er þeir voru komnir inn í hofið og höfðu fengið leyfi til að
bera upp erindi sitt, tók öldungurinn Ilíoneus svo til máls, stilli-
lega:
„Ó, drottning, Júpíter hefur unnt yður að stofna nýja borg og
stýra mikillátri þjóð af réttvísi; vér, vesalir Tróverjar, sem höfum
velkst um öll höf fyrir stormum, biðjum yður: ver skip vor fyrir
viðurstyggilegum eldinum, hlíf trúfastri þjóð og lít til vor í líkn-
semd. Ekki komum vér hingað til að tortíma lýbverskum hús-
goðum með sverði né til að ræna eigum og færa ofan til stranda;
vér erum sigraðir menn og með oss býr ekki slík hugdirfð né slíkt
oflæti. Eitt er það land, er Grikkir nefna Hesperíu, ævafornt,
máttugt í stríði, með frjósamar ekrur; þar bjuggu Önótrar forð-
um, en nú er mælt að eftirkomendurnir hafi nefnt staðinn Italíu
eftir foringja sínum: Þangað var ferðinni heitið; þá reis upp Órí-
on, óveðursstjarnan, með skyndilegum stórsjó og rak oss upp á
blindsker, með geisandi vindum tvístraði hann oss æðisgenginn
um öldurótið og inn á milli kletta í ófæru: aðeins fáeinir náðu að
synda til stranda yðar. En hvers kyns menn byggja þetta land, þar
sem siðir eru svo villimannlegir að þetta leyfist: oss er meinuð
gisting á ströndinni; þeir æsa til ófriðar og synja oss um að fyrir-
berast við sjó fram. Þótt þér kunnið að fyrirlíta menn og vopn
dauðlegra manna, þá óttist þó guðina, sem minnast þess sem er
vel eða illa gjört. Konungur vor var Eneas, enginn var réttlátari en
hann né trúfastari, meiri stríðsgarpur né vopndjarfari. Hafi for-
lögin hlíft honum og hann andar að sér himnesku lofti en liggur
ekki dauður hjá hinum grimmu skuggum, þá þurfið þér ekki að
óttast og yður mun ekki iðra þess að hafa orðið fyrri til að gjöra
gott: í héröðum Sikileyjar eru borgir og vopn, þar ríkir Akestes
hinn frægi, af tróversku blóði. Leyfið oss að draga að landi veð-
urbarinn flota vorn, höggva við í skógunum og smíða árar, svo
vér, ef oss auðnast að heimta aftur förunauta vora og konung
vorn, getum siglt glaðir til Italíu og Latíums; en séum vér heillum
horfnir og Líbýuhaf geymi þig, ágætasti faðir Tevkra, og öll von
úti um Júlus, þá siglum vér um Sikileyjarsund til heimkynna sem