Skírnir - 01.04.1995, Síða 196
190
VIRGILL
SKÍRNIR
eru oss til reiðu; þaðan komum vér, þá leitum vér aftur til
Akestesar konungs."
Þannig mælti Ilíoneus, og gerðu allir Dardanar góðan róm að.
Þá leit Dídó niður og mælti skorinort:
„Verið óttalausir í hjarta yðar, Tevkrar, og bægið burt áhyggj-
um. Erfiðar kringumstæður og ungur aldur ríkisins neyðir mig til
að láta verði sífellt gæta landa minna. Hver hefur ekki heyrt getið
um þjóð Eneasar, Trójuborg, hreystiverk og menn, og þá loga
sem það mikla stríð kveikti? Ekki er hjartað í oss Púnverjum svo
sljótt og hart og ekki beinir sólarguðinn vagnhestum sínum svo
fjarri Týrosborg. Hvort sem þér óskið að leita til Hesperíu hinnar
miklu og sáðlanda Satúrnusar eða til landa Eryx til Akestesar
konungs, þá mun ég senda yður héðan óhulta og birgja yður að
vistum. En ef þér kjósið að setjast að hjá mér í þessu ríki, skal
borgin, sem ég er að reisa, vera yðar; dragið þá upp skip yðar; ég
gjöri engan mun á Trójumönnum og Týrverjum. Eg vildi óska að
konungurinn sjálfur, Eneas, væri hér, hefði hrakist hingað fyrir
sama stormi! Þá myndi ég undir eins senda áreiðanlega menn
ofan til stranda og láta þá njósna um það, allt til endimarka
Líbýu, hvort hann, eftir að sjór skilaði honum á land, færi villur
vega í skógum eða borgum."
Við þessi orð urðu hinn hrausti Akkates og faðir Eneas hress-
ari í bragði og voru nú orðnir óþreyjufullir að brjótast úr
þokunni. Akkates ávarpar Eneas:
„Gyðjusonur, hvað hyggstu nú fyrir? Öllu sérðu borgið, flot-
inn og förunautarnir endurheimtir. Einn vantar, þann sem við
sáum sjálfir sökkva á hafi úti; annað gengur eftir því sem móðir
þín sagði fyrir.“
Varla hafði hann mælt þessi orð er þokan umhverfis þá rofnar
og leysist upp. Eneas stendur þar aftur, skínandi í björtu ljósi,
guði líkur á andlit og herðar; því móðirin hafði gefið syni sínum
fallegt hár og blómlegan æskuljóma, andað á augu hans göfugum
yndisþokka; þannig fága smiðshendur fílabein eða umvefja silfur
og marmarastein bleiku gulli. Þá ávarpar hann drottninguna og
segir skyndilega, öllum til furðu:
„Hér stend ég í augsýn yðar, sá sem þér leitið að, Eneas frá
Tróju, heimtur úr öldum Líbýusjávar. Ó, þér, sem ein aumkið