Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 199
SKÍRNIR
ÚR ENEASARKVIÐU
193
föður, með gjafir sem björguðust úr sjó og úr eldum Tróju; ég
hyggst svæfa hann og fela efst á hinu háa Kýtera-fjalli eða á tind-
um idalíums-fjalls á helgum stað, svo hann verði ekki var
kænskubragðanna né ónáði okkur í miðjum klíðum. Þú þarft
ekki að beita brögðum nema eina nótt í líki hans og tak nú, piltur,
á þig hið þekka svipmót piltsins. Svo að þegar Dídó, alsæl, tekur
þig í keltu sér í konunglegri veislunni, hreif af víni, faðmar þig að
sér og kyssir þig ljúfum kossum, þá innblás þú henni leyndri glóð
og ginn hana með safa þínum.“
Amor hlýðir orðum sinnar kæru móður, leggur frá sér væng-
ina og skundar af stað glaður í bragði með göngulagi Júlusar. En
Venus dreypir yfir Askaníus mildum svefni, gyðjan felur hann
blíðlega í skauti sínu og hefur hann upp til hinna háu lunda Idal-
íu, þar sem rósamæra andar á hann sætum blómailmi og skýlir
honum með ljúfum skuggum.
Kúpídó gekk nú leiðar sinnar hlýðinn með hinar konunglegu
gjafir handa Týrverjum, glaður í fylgd Akkatesar. Þegar hann
kom hafði drottningin tekið sér sæti á gullnum hvílustól mitt í
skreyttum salarkynnunum. Nú kemur faðir Eneas og hinir tró-
versku æskumenn og leggjast niður í kring á bekki með purpura-
litu klæði. Þjónar hella tæru vatni yfir hendur þeirra, útdeila
brauði úr körfum og færa þeim handþurrkur, mjúkar viðkomu.
Fimmtíu þjónustumeyjar önnuðust hina miklu matargerð, hvern
réttinn af öðrum, og kyntu eld til heiðurs húsgoðunum. Hundrað
meyjar voru þar til viðbótar og jafnmargir sveinar á sama aldri er
hlóðu borðin veisluföngum og báru fram bikara. Týrverjar
flykktust einnig inn í hin glaðlegu salarkynni og var þeim boðið
að leggjast niður á útsaumuð hægindi. Gjafir Eneasar vekja aðdá-
un þeirra, þeir dást að Júlusi, glóandi augum guðsins og uppgerð-
artali hans, að skikkjunni og blæjunni með liljubleiku súlublóm-
inu. En einkum hún, hin ólánsama Dídó frá Fönikíu, dæmd til
glötunar, logar öll og getur ekki fengið nægju sína, hvorki af því
að horfa á piltinn né af gjöfunum. Hann hljóp fyrst upp um háls-
inn á Eneasi, faðmaði hann fast að sér og kom til móts við ríka ást
föðurins, sem hafði látið blekkjast; leitaði síðan til drottningar;
augu Dídóar og hjarta verða gagntekin og hún tekur hann á kné