Skírnir - 01.04.1995, Page 201
SKÍRNIR
ÚR ENEASARKVIÐU
195
Skýringar við helstu nöfn
AFRIKUS: Stormur af vestsuðvestri.
AJAX ÖLEIFSSON: Konungssonur. Hann misþyrmdi Kassöndru Príamusdótt-
ur á altari Aþenu; við það féll niður líkneski gyðjunnar, Palladíum. Pallas
Aþena drap hann í hefndarskyni.
AKESTES: Höfundur og konungur borgarinnar Acesta (Segesta) á Sikiley.
AKIDALÍA (sjá Venus).
AKKEAR: Grikkir.
AKKILLES: Mestur kappi í herliði Grikkja við Tróju.
ALBA LONGA: Borg Latverja. Móðurborg Rómar. Askaníus, sonur Eneasar,
ríkti þar.
AMASÓNUR: Valkyrjur. Þær voru bandamenn Tróverja í Trójustríði.
AMOR (sjá Kúpídó).
ANKÍSES: Faðir Eneasar. Átti ætt að rekja til sjálfs Júpíters. Ankíses stærði sig af
því, þrátt fyrir bann, að hafa getið Eneas við gyðjunni Venusi og var blindað-
ur sakir drambsemi sinnar.
ANTENOR: Tróverji. Hann lagði til að Helena fagra yrði afhent Grikkjum.
Grikkir þyrmdu honum við fall Tróju. Hann hélt ásamt sonum sínum um
Þrakíu og Illyríu til Feneyja og stofnaði loks borgina Padua.
ARGVERJAR: Grikkir.
ASKANÍUS (Júlus): Sonur Eneasar og Kreúsu konu hans. Hún var dóttir
Príamuss konungs. Júlíanska ættin í Róm, ein göfugasta ætt Rómar, sem m.a.
Júlíus Sesar og Ágústus voru af, leit á Askaníus sem ættföður sinn.
ASSARAKUS: Ættfaðir Eneasar.
ATLAS: Goðkynjuð persóna af kyni Títana, en þeir voru tákngervingar frumafla
náttúrunnar. Faðir hans var Okeanus (úthafið sem umkringdi jarðarkringl-
una).
ATREIFSSYNIR: Menelás konungur í Spörtu og Agamemnon konungur í Mý-
kenu.
ÁRÓRA: Gyðja morgunroðans.
BAKKUS: Guð víns og vínyrkju. Sonur Júpíters og Semele, mánagyðjunnar.
BITIAS: Flotaforingi Karþagómanna.
BYRSA: Háborg Karþagó. Á grísku merkir „byrsa“ húð og af því mun sprottin
sú þjóðsaga að Dídó hafi numið sér land með því að skera nautshúð niður í
örmjóar ræmur til að strengja utan um landnám sitt.
DANÁAR: Grikkir.
DARDANAR: Haft um Tróverja. í raun niðjar Dardanuss, sem var sonur Júpít-
ers og Elektru Atlasdóttur og ættfaðir Tróju-konunga. Eneas fór fyrir flokki
Dardana í Trójustríði.
DIANA: Gyðja veiði og dansleika. Dóttir Júpíters og Latónu. Samsvarar Artemis
hjá Grikkjum.
DÍDÓ: Júpíter kom í veg fyrir ráðabrugg Venusar, sem Júnó var samþykk, um að
tengja Dídó og Eneas ástarböndum. Hann fyrirskipaði Eneasi að halda til Ital-
íu svo ráði forlaganna yrði framgengt. Varð brottför Eneasar Dídó að bana.
DÍÓMEDES: Konungur í Argos og einn fremstur kappa í liði Grikkja við Tróju.