Skírnir - 01.04.1995, Page 202
1%
VIRGILL
SKÍRNIR
Týdeifur var faðir hans.
EAKUS: Niðji Eakusar = Akkilles.
EÓLÍA: Eldfjallaeyja undan ströndum Sikileyjar. Þar bjuggu vindarnir og voru
undir stjórn Eóluss konungs.
ERYX: Fjall á Sikiley norðvestanverðri.
EVRÓTAS: Meginfljót á Pelopsskaga.
EVRUS: Suðaustanvindur.
FIÐJA: Borg og landsvæði í Þessalóníku. Ríki Akkillesar.
FIDES: Gyðja tryg^ðar og sannyrða.
FRYGÍUMENN: Ibóar Frygíu í Litlu-Asíu. Hugtakið er einnig notað um Tróju-
menn.
FUROR: Illur andi er hvetur til ófriðar.
FÖBUS: Guðinn Apolló.
GANYMEDES: Honum var rænt sakir fegurðar sinnar og gerður að skutilsveini
Jópíters. Jónó hafði óbeit á honum af þeim sökum.
HARPALÝKA: Dóttir Harpalýkuss konungs eins í Þrakíu. Henni var kennd
stríðslist og lifði hón í skógum sem veiðimær.
HEBRUS: Fljót í Þrakíu.
HEKTOR: Sonur Príamuss konungs. Mestur kappi í liði Tróverja. Hann drap
Patróklus, vin Akkillesar, en féll síðan sjálfur fyrir hendi Akkillesar.
HELENA: Dóttir Jópíters og Ledu. Hón var fegurst kvenna, gift Menelási kon-
ungi. París nam hana á brott þegar bóndi hennar var fjarstaddur og flutti til
Tróju. Brottnám hennar var orsök Trójustríðs, því Grikkir, undir forystu
Agamemnons, bróður Menelásar, héldu til Tróju að heimta Helenu ór hönd-
um Parísar.
HESPERÍA: Ítalía.
IDALÍUM: Fjall á Kýpur sem Venusarhelgi var á.
ILÍONEUS: Foringi á einu af skipum Eneasar.
JÚLÍUS: Ágóstus keisari.
JÚLUS (sjá Askaníus).
JÚNÓ: Dóttir Satórnusar, systir og eiginkona Jópíters; einnig systir Neptónusar.
Þrátt fyrir ásetning sinn um að eyða Eneasi og förunautum hans verður hón
þegar yfir lýkur að beygja sig undir vilja Jópíters.
JÚPÍTER: Æðstur guða og konungur manna. Orð hans voru lög.
KARÞAGÓ: Nafnið merkir „Nýjaborg". Sagan hermir að borgin sé stofnuð á
níundu öld f.Kr. af Fönikíumönnum frá Týrosborg, undir forystu Dídóar
drottningar. Karþagó var löngum höfuðfjandborg Rómverja.
KÚPÍDÓ (Amor): Svarar til Erosar hjá Grikkjum.
KYNTUS: Fjall á Delos. Þar fæddust tvíburasystkinin Apolló og Díana.
KYMOTÓA: Dóttir Nereifs sjávarguðs.
KÝKLÓPAR: Eineygðir jötnar á Sikiley. Þeir smíðuðu eldingarnar fyrir Júpíter.
KÝTERA: Eyja suður undan Pelopsskaga. Þar var Venus mjög dýrkuð.
KÝTEREA (sjá Venus).
LATÍUM: Hérað á Ítalíu milli Tíber-fljóts og Kampaníu-héraðs. Þar áttu hinir
sigruðu Tróverjar loks að fá griðastað. Satúrnus, faðir Júpíters, hafði einnig
leitað sér skjóls þar þegar sonurinn flæmdi hann frá völdum.
LATÓNA: Móðir tvíburasystkinanna Apollós og Díönu.
LAVINÍUM: Borg í Latíum-héraði, nálægt ströndinni.