Skírnir - 01.04.1995, Page 203
SKÍRNIR
ÚR ENEASARKVIÐU
197
LÍBÚRNAR: íbúar á þeim slóðum þar sem nú er Króatía.
LÍBÝA: Nyrsti hluti Afríku.
LYKÍA: Strandríki suðvestanvert í Litlu-Asíu.
LYKUS: Tróverskur maður.
MAÍA: Dóttir Atlasar. Sonur Maíu = Merkúríus, sendiboði guðanna.
MARS: Herguð. Faðir tvíburanna Rómúluss og Remusar. Verndari Rómaborgar.
MÝKENA: Bústaður Agamemnons konungs í Argos.
NEPTÚNUS: Sjávarguð. Sonur Satúrnusar, bróðir Júpíters og Júnóar. Hann
hjálpaði til við byggingu Trójuborgar en átti einnig mikinn þátt í eyðingu
hennar. Hann var Eneasi mjög hliðhollur.
NÓTUS: Sunnanvindur eða sunnanstormur.
ORONTES: Lykíumaður, förunautur Eneasar.
ÓLYMPUS: Fjall á mörkum Makedóníu og Þessalóníku. Bústaður guðanna.
Táknar oft himininn.
PAFUS: Borg á vesturströnd Kýpur, víðfræg fyrir Venusarhof.
PALLAS: Gyðjan Pallas Aþena, öðru nafni Mínerva. Dóttir Júpíters og eftirlæti
föður síns. Hún lagði Grikkjum lið við eyðingu Tróju en snerist síðan gegn
þeim vegna misgjörða Ajaxar Öleifssonar.
PARÍS: Sonur Príamuss konungs. Hann olli Trójustríði með því að ræna Helenu
fögru og flytja hana með sér til Trójuborgar. París, þá smali, þurfti eitt sinn að
skera úr um það hver þeirra gyðjanna Júnóar, Venusar eða Mínervu væri fríð-
ust. Hann útnefndi Venusi, móður Eneasar, fegursta.
PATAVÍUM: Nú borgin Padua á Norður-Ítalíu.
PELASGAR: Frumbyggjar Grikklands.
PENÞESÍLEA: Dóttir Mars. Drottning Amasónanna. Drepin í Trójustríði af
Akkillesi.
PERGAMA: Táknar hér borgarvirki Tróju.
PRÍAMUS: Síðasti konungur Tróju.
PÚNVERJAR: Karþagómenn.
QUIRINUS (sjá Rómúlus).
REMUS: Hann var drepinn af bróður sínum Rómúlusi fyrir að gera lítið úr
nýreistum múrum Rómaborgar.
RESÚS: Konungur í Þrakíu. Hann kom Trójumönnum til hjálpar þegar setið var
um borgina. Samkvæmt spásögn einni var Trója óvinnandi ef hestar Resusar
næðu að drekka úr Xantus-fljóti.
RÓMÚLUS (Quirinus): Stofnandi Rómaborgar og fyrsti konungur hennar. Þeir
bræður Rómúlus og Remus gátu rakið ætt sína beint til Eneasar.
RÚTÚLAR: ítalskur þjóðflokkur. Konungur Rútúla var Túrnus, höfuðandstæð-
ingur Eneasar á Italíu.
SABA: Land í Arabíu.
SAMOS: Eyland á Eyjahafi. Þar stóð víðfrægt Júnóarhof.
SARPEDON: Sonur Júpíters og Evrópu. Patróklus vó hann.
SEFÝRUS: Vestanvindur.
SlDON: Borg í Fönikíu. Frá henni byggðist Týrosborg.
SÍMÓIS: Vatnsfall í grennd við Tróju.
SKYLLA: Varasamur klettur Ítalíumegin á Messína-sundi. Persónugerður sem
sjávarskrímsli: hálfvegis kona, hálfvegis maður.
TEVKER: a) Fyrsti konungur Tróju. b) Stofnandi borgarinnar Salamis á Kýpur.