Skírnir - 01.04.1995, Page 207
SKÍRNIR
FORNFRÆÐIN OG NÚTÍMINN
201
1. Fornfrœdi ogfornar menntir
Nákvæm skilgreining fræðigreinar er iðulega umdeilanleg, enda
sitja fræðimenn sjaldnast á sárs höfði þegar grein þeirra er skil-
greind. Þó fæst fornfræði tvímælalaust við fornan menningarheim
og gæti meinlaus skilgreining verið á þennan veg: þekkingargrein-
in fornfræði er sú grein sem kannar heim Grikkja og Rómverja
allt frá öndverðu síðasta árþúsundi f.Kr. til sjöttu aldar e.Kr. A
útlensku er þessum heimi lýst sem „klassískum" og þekkingar-
greininni sem „klassískum fræðum“; „fornfræði“ jafngildir því
„klassískum fræðum“. Þannig fæst greinin við hvern krók og
kima klassíska heimsins, jafnt Hómer sem Justinianus, jafnt
Ilíonskviðu sem Corpus iuris civilis. Eftir þessum skilningi á
„fornfræði“ er greinilegt að fornfræðingar geta fengist við ólík
rannsóknarefni; þeir geta einbeitt sér að sagnfræði, bókmenntum,
heimspeki, handritafræði o.s.frv. En hvert sem efnið er hlýtur
fornfræðingur ávallt að kunna skil á fornmálunum tveimur,
grísku og latínu; þekking á þeim er nauðsynlegt skilyrði fyrir
ástundun fornfræði.
Um þessar mundir er málum þann veg farið á Islandi og víðast
hvar að aldrei hafa jafnmargir átt greiðan aðgang að klassískum
heimi, einkum sögu, bókmenntum og heimspeki. Og kannski er
þekkingin almennari en nokkru sinni; lærðir sem leikir gramsa í
klassískum fagurbókmenntum og heimspeki, virða fyrir sér hug-
myndaheim og sögu klassískrar fornaldar. Utbreiðsluna má eink-
um skýra með þýðingum og margvíslegum ritum um menningar-
heiminn, alþýðlegum og sérhæfðum; til dæmis hefur Platon aldrei
verið jafnútbreiddur á Islandi. Það er óvefengjanlegt, hvað sem
kvittinum um andlát fornfræði líður, að verk Platons verða meir
íslandi. Hann hefur víða gert usla síðasta áratuginn og reyndar svo mikinn að
ýmsir hafa harmað skipbrot vestrænnar menningar. Einkum hafa Bandaríkja-
menn látið til sín taka. Frægt rit og umdeilt er: Allan Bloom, The Closing of
the American Mind: How Higher Education Has Failed Democracy and
Impovireshed the Souls of Today’s Students (New York: Simon & Schusters,
1987). Einnig má finna margar greinar sem fjalla einkum um fornfræði í safn-
ritinu: P. Culham og L. Edmunds (ritstj.), Classics: A Disciple and Profession
in Crisis? (Lanham & London: University of America Press, 1989).