Skírnir - 01.04.1995, Page 209
SKÍRNIR
FORNFRÆÐIN OG NÚTÍMINN
203
hafnað sem hluta af almennri menntun. Gagnrýnin var af fernum
toga og útskýrir hvers vegna og hvernig fornfræðin hefur breyst;
samkvæmt henni var greinin umfram allt gagnslaus, úrelt og
íhaldssöm, en einnig óþjóðleg í vissum skilningi.
Unnendur húmanískra greina hafa löngum haldið uppi vörn-
um fyrir sig og sín fræði og hefur slíkt þótt eðlilegt allt frá síðari
hluta nítjándu aldar þegar gagnrýnisraddir urðu verulega hávær-
ar. Húmanískar greinar vörðu sig stundum hver gagnvart annarri
en alltaf gagnvart erindreka „gagnseminnar“ sem sló um sig með
hugtakinu og sakaði húmanistann um gagnsleysi. Reynt var að
hrinda árásinni með ýmsum brögðum: mælikvarða gagnseminnar
var alfarið hafnað, gagnsemishugtakið var greint á nýjan leik,
gengið var að hörðum skilmálum erindrekans. Þegar fyrri tvær
leiðirnar voru farnar sljákkaði stundum í erindrekanum; hann
viðurkenndi réttmæti húmanískra greina og fór að lesa bók-
menntir, sagnfræði og heimspeki annað hvort með víðari skilning
á „gagnsemi" eða ófær um að bregða mælikvarða gagnseminnar á
húmanískar greinar. En þegar gengið var að skilmálum hans og
„gagnsemi“ skilin þröngum skilningi gat brugðið til beggja vona.
Nú læt ég hjá líða að greina „gagnsemi“ í þröngum skilningi og
höfða heldur til innsæis; slík gagnsemi snertir einvörðungu efna-
lega velmegun og þjóðhagslega hagsæld eða „hagkvæmni“.
Þannig er spurt: „hvað hefurðu upp úr því að læra fornfræði?"
eða „er þjóðhagslega hagkvæmt að kenna og læra fornfræði?"
Samkvæmt þessum skilningi eru húmanískar greinar aðeins til
skrauts, því enginn étur bækurnar (alltént ekki lengur). Svo ein-
strengingslegur skilningur á gagnsemishugtakinu hefur oft verið
gagnrýndur og býst ég við að lesandi sem hefur nenning til að
lesa Skírni hafi sjálfur fundið margvísleg rök gegn einþykkum er-
indrekum slíkrar gagnsemi, þótt hann flauti síður en svo á hug-
takið.3 Kannski er við hæfi að gefa Aristótelesi orðið:
3 Um þessi mál hefur oft verið rætt. Sjá meðal annars: Eyjólfur Kjalar Emilsson,
„Af hverju er menntun eftirsóknarverð?", Ný menntamál 4. árg. 3. tbl. (1986)
8-11; Vilhjálmur Árnason, „Gagnsemi menntunar og frelsið sem af henni
hlýst“, Ný menntamál 6. árg. 1. tbl. (1988) 18-23; Sigurður A. Magnússon,
„ísland og Evrópusamfélagið", Skírnir (vor 1991) 157-75. Páll Skúlason hefur
lengi rætt um þennan vanda: Pælingar (Reykjavík: Ergo, 1987) 299-324.