Skírnir - 01.04.1995, Qupperneq 213
SKÍRNIR
FORNFRÆÐIN OG NÚTÍMINN
207
þeim vopnum sem skiljanlega er beitt þegar rætt er um sjálfstæði
íslenskrar þjóðar: tungumáli og menningararfi.6
Eitt er sýnu athyglisverðast við afstöðu Islendinga til forn-
menningar á öld sjálfstæðisbaráttunnar: þeir mældu sjálfa sig
gjarnan með klassískri mælistiku, einkum grískri, enda var Island
forn menningarþjóð. Island til Hellas kvað Steingrímur Thor-
steinsson; grísk fornöld var hliðstæð íslenskum miðöldum. Sam-
band grískrar og íslenskrar menningar var nátengt í hugum
menntamanna um langan aldur og má sjá þessa sérvisku á skrifum
Baldvins Einarssonar:
Grickland líktist Islandi í murgu; það var að nockru leiti það sama fyrir
Suðurlondin, sem ísland var fyrir Norðurlondin. í Gricklandi blómstr-
uðu oll vísindi í fyrndinni, og breiddust þaðan út til annara landa, en
eptir það fóru þau í gleymsku hjá ollum, um tíma, þar eptir voknuðu þau
á ny, og eru þau nú hvervetna í miklum metum. I Islandi blómstruðu
morg vísindi framar enn annarstaðar, á miðoldunum, en þar eptir
gleymdust þau að mestu, nú eru þau farin að lifna aptur, og vex álit
þeirra meir og meir í útlondum. Gríska túngan var mikið fullkomin og
var hún móðir til annara túngumála, en sjálf var hún eigi komin af
oðrum túngum. íslendskan er einnig mikið fullkomið túngumál; er hún
móðir annara túngumála, svo sem donsku, svensku, þýðsku og engelsku,
en sjálf veit hún eigi af ætterni að segja. Grickland hafði frístjórn í fyrstu,
og geck það lengi frameptir oldum, en loksins olli ósamlyndi Grískra
því, að landið kom undir annarligann konúng. Fór því eptir það hnign-
andi meir og meir, þángað til það kom undir Tyrkja, þá tók steininn úr.
[...] ísland hafði líka frístjórn í fyrstu. Var það og ósamlyndi lands-
manna er olli því, að það kom undir Noregskonúnga. í þessu var ísland
líkt Gricklandi; en það skildi, að Island kom undir góða konúnga [,..].7
6 Orð prófessors Petersens er að finna í: Aðalgeir Kristjánsson, „Frá Konráði
Gíslasyni", Skagfirðingabók 20 (1991) 75-76. Um tungumál og þjóðernis-
vakningu, sjá lærdómsríka umfjöllun eftir E. J. Hobsbawm, Nations and
Nationalism Since 1870: Programme, Myth, Reality (Cambridge: Cambridge
UP, 1992) 94-100. Um tungumál í íslenskri þjóðernisstefnu, sjá: Ragnheiður
Kristjánsdóttir, „Rætur íslenskrar þjóðernisstefnu" (B.A. ritgerð við Háskóla
Islands, 1994). Um tungumálið og menningarlegt sjálfstæði um þessar mundir,
sjá til dæmis fyrrnefnda grein Sigurðar A. Magnússonar og ádrepu Helga
Hálfdanarsonar, „Þjöl og stál“, Skynsamleg orð og skætingur (Reykjavík:
Ljóðhús, 1985) 14-15.
Ármann á alþingi 2 (1830) 51-52.
7