Skírnir - 01.04.1995, Page 219
SKÍRNIR
TÁKNRÆNN GULLFÓTUR
213
Aðskilnaður peninga og verðmæta á sér langa þróunarsögu.
Framan af var mynt vegin og metin sem málmur (gull eða silfur)
fremur en tákn einhverra fjarstaddra verðmæta; það var ekki fyrr
en á síðari öldum að efniviður myntarinnar slitnaði að fullu úr
tengslum við verðgildi hennar. (Sláandi dæmi um táknrænt gildi
íslenskrar myntar á þessari öld er að framleiðslukostnaður eins
eyringsins var á tímabili tuttugu og tveir aurar.)1 Seðlaútgáfu var
öðruvísi farið. Lengi vel var hún tengd gullforða viðkomandi rík-
is, svokölluðum gullfæti, í vörslu seðlabanka. Telst gullfótur virk-
ur ef unnt er að innleysa útgefna seðla með gulli í ákveðnu föstu
hlutfalli. A fyrri hluta aldarinnar voru ákvæði um að þetta hlutfall
skyldi vera 3/8 hér á landi, en samkvæmt núgildandi lögum skal
Seðlabanki Islands stefna að því að eiga gulleign, erlendar inni-
stæður, eða önnur útleysanleg verðmæti, fyrir að minnsta kosti
helming seðlamagns í umferð.
Mér virðist að gullfótur, eða önnur trygging prentaðra seðla,
samsvari hugmyndinni um yfirskilvitlegt táknmið tungumálsins.
Enda þótt ekki sé gert ráð fyrir að landsmenn leggi hversdagslega
leið sína í höfuðstöðvar Seðlabankans til að leysa til sín gull-
klumpana sem þar eru geymdir, á grunurinn um tilvist þeirra að
efla traust okkar á gildi seðlanna sem við handleikum. Annars
konar tryggingar koma hér einnig við sögu, en það eru þær sem
ég hef kosið að kalla táknrænan gullfót.
Fyrstu íslensku peningaseðlarnir, sem útgefnir voru af lands-
sjóði árið 1886, voru með vangamynd af þáverandi þjóðhöfðingja
landsins, Kristjáni níunda.2 Nærveru hans var að öllum líkindum
ætlað að staðfesta gildi peninganna í viðskiptum. Táknrænn gull-
fótur íslensku krónunnar fyrstu áratugina var sumsé danska
krúnan; líta má svo á að hún hafi tryggt þann hluta seðlamagns
1 Sjá Helga Hákon Jónsson, „Stöðnun íslenzkrar peningaútgáfu". Kandídats-
ritgerð í viðskiptafræðum við Háskóla íslands (1966), s. 11.1 sömu heimild er
eftirfarandi saga sögð til að sýna fram á fjarstæðu þessarar þróunar: „Maður
nokkur sagðist hafa fest kaup á 1-eyringum hjá Ríkisféhirði fyrir kr.
100.000.00, þá hefði orðið skortur á þeim, og hafi hann fljótlega selt sama að-
ila þá aftur á 0.10 kr. stykkið og högnuðust báðir á viðskiptunum“ (s. 11).
2 Ég styðst hér og víðar £ þessu spjalli við Gjaldmiöill á Islandi. Myntrit 2.
Ólafur Pálmason og Sigurður Líndal tóku saman (Reykjavík: Myntsafn Seðla-
banka og Þjóðminjasafns 1994).