Skírnir - 01.04.1995, Page 220
214
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
sem enginn gullfótur var fyrir í bankahvelfingum. Danakonungur
var þó ekki einn um að auka trúverðugleika íslenskra seðla fyrsta
kastið. Á bakhlið fimmtíu króna seðilsins í seðlaröðinni frá 1886
er til dæmis fjallkonumynd (boldungskvenmaður með fugl á öxl-
inni, sverð í annarri hendi, stjórnarskrána í hinni og stjörnu fyrir
ofan höfuðið). Sambærilegar fjallkonur hvíldu við vanga eða bak
Danakonungs á verðmestu seðlunum fram á þriðja áratug aldar-
innar, líkt og til marks um náið samband Islands og Danmerkur.
Þá verða hins vegar þáttaskil í peningaútgáfunni, sem tengjast
fullveldi íslands og væntanlegu sjálfstæði.
III
Árið 1928 hóf Landsbanki íslands útgáfu á fyrstu seðlaröð sinni.
Þar hefur Danakonungur dregið sig í hlé en í hans stað eru
komnar brjóstmyndir af tveimur íslenskum merkismönnum: Jóni
Eiríkssyni konferensráð og Jóni Sigurðssyni forseta. Gullfótur
þessara seðla er alíslenskur. Áþreifanlegur hluti hans er geymdur
í byggingu Landsbankans við Austurstræti (sem sýnd er á mynd
á bakhlið fimm króna seðilsins), táknræn trygging fyrir gildi
þessara seðla felst hins vegar í Upplýsingarstarfi Jóns Eiríkssonar
(og hugsanlega metorðum hans við erlenda hirð), sjálfstæðisbar-
áttu Jóns forseta, íslenskum landbúnaði (fjárhópur á eitt hundrað
krónunum), fiskveiðum (Reykjavíkurhöfn á fimmtíu krónunum),
að ógleymdri íslenskri náttúru (Gullfoss á tíu krónunum og Þing-
vellir á fimm hundruð krónunum).
Táknrænn gullfótur íslensku seðlanna breyttist lítið á næstu
áratugum, þó að táknrænum vísunum fjölgaði. I seðlaröð Lands-
banka íslands - Seðlabankans frá 1957 birtist íslandssagan í hnot-
skurn. Fyrsti íslenski merkismaðurinn, landnámsmaðurinn Ing-
ólfur Arnarson (eða öllu heldur styttan á Arnarhóli), er á fram-
hlið fimm króna seðlanna, en á bakhlið þeirra má sjá Bessastaði,
bústað þess íslendings í samtímanum sem komst næst því að fara
í föt Danakonungs. Svipaða sögulega vídd finnum við á þúsund
króna seðlinum þar sem Þingvallamynd er á bakhliðinni og mynd
af Alþingishúsinu á framhliðinni. I hóp Jóns Eiríkssonar og nafna
hans Sigurðssonar hafa bæst þeir Magnús Stephensen konferens-