Skírnir - 01.04.1995, Page 225
SKÍRNIR
TÁKNRÆNN GULLFÓTUR
219
flokksins, flutti á Alþingi vorið 1943 með þingsályktunartillögu
um útgáfu hins opinbera á Njáls sögu.4 Helgi sagði meðal annars:
„Það mun nú svo með okkur Islendinga, að við erum fátækir og
fámennir, og við eigum lítinn veraldarauð, en við eigum einn auð,
það eru fornbókmenntir okkar. Það mun vera nær eins dæmi að
svo fámenn þjóð sem við erum eigi slíka gimsteina sem fornritin
eru.“ Þegar útgáfan leit dagsins Ijós ári síðar mátti rekast á sams-
konar orðræðu í inngangi Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Þar voru Is-
lendingasögur sagðar vera „meðal mestu og beztu verðmæta ís-
lenzkrar menningar“, en af þeim væri Njála ekki aðeins stærst og
yfirgripsmest, heldur „auðugust á margan hátt“.5
Hugmyndin um bókmenntirnar sem verðmæti birtist enn-
fremur í gagnrýni Helga Jónassonar á fornritaútgáfu Halldórs
Laxness með nútímastafsetningu (sem var óbeint tilefni þess að
Alþingi hlutaðist til um útgáfu á Njálu vorið 1943). Helgi gagn-
rýndi útgáfu Halldórs á Laxdœla sögu frá árinu 1941 meðal ann-
ars á þeirri forsendu að sagan hefði verið prentuð á lélegan pappír
og frágangur verið óvandaður. Markmið aðstandenda útgáfunnar
hefði augljóslega verið að græða á henni, en ekki „að auka gildi“
íslenskra bókmennta. Helgi virtist telja nauðsynlegt að varðveita
eða jafnvel auka „gildi“ fornbókmenntanna með vönduðum út-
gáfum. Afskipti Alþingis helguðust að nokkru leyti af þeirri
skoðun að hér væri um þjóðararf að ræða, sameign þjóðarinnar.
Opinberri útgáfu á Njálu var ætlað að tryggja víðtæka dreifingu
þessa arfs og koma í veg fyrir að einkaaðilar gætu gert sér hann að
féþúfu.
Myndin af handritinu á bakhlið eitt hundrað krónanna er eft-
irtektarverð í þessu samhengi. Seðillinn raungerir hugmyndina
um bókmenntirnar sem menningarverðmæti (og varpar ef til vill
ljósi á hvers vegna Seðlabankinn lítur að nokkru leyti á sig sem
4 Sjá Jón Karl Helgason, ,,‘We who cherish Njáls saga’: The Alþingi as Literary
Patron." í Northern Antiquity. The Post-Medieval Reception of Edda and
Saga, ritsj. Andrew Wawn, 143-61 (Middlesex: Hisarlik Press 1994).
5 Nýlegt dæmi um þetta myndmál má finna í Handritaspegli Jónasar Kristjáns-
sonar (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1994). Lokakafli ritsins, sem
fjallar um varðveislu íslensku handritanna frá því á tímum Arngríms lærða
fram á okkar daga, ber titilinn „Gullkistur íslendinga“.