Skírnir - 01.04.1995, Qupperneq 235
SKÍRNIR HIN NÝJA BÓKMENNTASAGA ÍSLENDINGA
229
saga. í þessum kafla um veraldlega sagnaritun er hvorki að finna Ólafs
sögu helga eftir Odd Snorrason né Ólafs sögu helga hina yngri, en þessar
sögur hafa vanalega verið flokkaðar með konungasögum. Um þessi verk
er fjallað í kaflanum um helgisögur í óbundnu máli, því eins og Sverrir
Tómasson bendir á eiga þær efnislega meira skylt við helgisögur auk þess
sem byggingin er í ætt við postulasögur (I, bls. 451).
Sá háttur sem hafður er á umfjöllun um Islendingasögur getur einnig
kallast framúrstefnulegur. Vésteinn Ólason fylgir ekki hinni venju-
bundnu landfræðilegu niðurröðun þessara sagna að hætti Landnámu-
gerðar Sturlu Þórðarsonar, því eins og hann bendir á samræmist slík nið-
urröðun ekki því viðhorfi til sagnanna sem er lagt til grundvallar í þessu
verki, það er að segja að þær séu „frásagnarlist fremur en sagnfræði" (II,
bls. 80). Samkvæmt því er flokkun sagnanna í kafla Vésteins að mestu
byggð á bókmenntalegum einkennum, það er skyldleika viðfangsefna,
aldri einstakra sagna og kenningum um uppruna og þróun frásagnarlist-
arinnar. Þannig er fjallað um Fxreyinga sögu og Vínlands sögur saman
og í kjölfarið fer umfjöllun um skáldasögurnar (Egils sögu, Hallfreðar
sögu, Kormáks sögu, Bjarnar sögu Hítdælakappa, Gunnlaugs sögu og
Fóstbræðra sögu). Því næst er fjallað um sögur sem Vésteinn kallar „forn-
legar deilusögur" eða „ættadeilusögur"; í þessum flokki eru Víga-Glúms
saga, Ljósvetninga saga, Valla-Ljóts saga, Reykdœla saga, Vopnfirðinga
saga, Droplaugarsona saga, Gunnars þáttur Þiðrandabana, Fljótsdæla
saga, Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, Heiðarvíga saga, Þorsteins þáttur
stangarhöggs og Vatnsdæla saga. 1 sérstakan flokk, sem Vésteinn kallar
„sígildar deilusögur", fara Eyrbyggja saga, Hænsa-Þóris saga, Ölkofra
saga, Bandamanna saga og Hrafnkels saga, en aftur á móti fylla Gísla
saga, Laxdæla saga og Njáls saga flokk svokallaðra „harmsagna". I síð-
asta hlutanum eru yngri sögur sem Vésteinn kallar „sögur af köppum og
kynjum"; þar er að finna Grettis sögu, Harðar sögu og Hólmverja, Svarf-
dœla sögu, Hávarðar sögu lsfirðings, Finnboga sógu ramma, Þorsteins
þátt uxafóts, Þórðar sögu hreðju, Þorskfirðinga sögu, Flóamanna sögu,
Kjalnesinga sögu, Bárðar sögu Snæfellsáss, Króka-Refs sögu, Gunnars
sögu Keldugnúpsfífls, Gull-Þóris sögu, Víglundar sögu og Stjörnu-Odda
draum.
Það er með ólíkindum hve mörgum verkum eru gerð skil í bindun-
um tveimur og mun auðveldara að benda á verk sem sneitt hefur verið
hjá heldur en að tíunda þau sem gerð eru skil. Nefna má tvö þýdd verk
sem hefur verið sleppt: Sögu heilagrar Önnu, þýðingu frá öndverðri
sextándu öld á lág-þýska verkinu St. Annen Buchlein (sem ekki má rugla
saman við söguna af heilagri Emmerentiu, Önnu og Maríu í
Reykjahólabók), og hina brotakenndu Melkólfs sögu og Salómons
konungs, þýðingu frá fjórtándu öld, sennilega úr latínu. Hvað hina fyrri
snertir, rná halda því fram að verkið hafi ennþá ekki verið prentað, en
hin síðarnefnda er vel þekkt og hefur mikið bókmenntasögulegt gildi.