Skírnir - 01.04.1995, Side 236
230
KIRSTEN WOLF
SKÍRNIR
(Svo einkennilega vill til að í öðru bindi er að finna mynd af eiginkonu
Markólfs, og í myndatexta er þess getið að almúgabókin um Markólf og
Salómon, sem er skyld sögunni í handritsbrotinu, hafi verið þýdd á ís-
lensku á sautjándu öld [II, bls. 518].) Yngvars saga víðförla er einnig af-
greidd með þögninni, ef til vill vegna þess að hún er á mörkum
konungasagna og fornaldarsagna, þó að það eitt og sér réttlæti ekki þá
vanrækslu. Þá er leitt að sjá nánast enga umfjöllun um íslenskar bænir frá
því fyrir og skömmu eftir siðaskipti. Umfjöllunin um dróttkvæði er ekki
tæmandi, en Vésteinn Ólason gefur viðunandi skýringu á því: „Kveð-
skapurinn [...] er geysimikill að vöxtum og misjafn að gæðum enda er
þess enginn kostur að gera honum svo rækileg skil sem eddukvæðunum
og verður að láta nægja að taka dæmi til að sýna helstu tegundir og fjalla
um það sem merkilegast þykir“ (I, bls. 191). Nokkurn veginn það sama á
við um rímur, þar sem Vésteinn Ólason lætur tilvísun í Björn K. Þórólfs-
son nægja: „verður [...] vísað til rits Björns K. Þórólfssonar, Rímur fyrir
1600, um það efni og fjölmörg önnur sem hér hefur verið sneitt hjá eða
aðeins tæpt á“ (II, bls. 350).
Tiltölulega fáir fræðimenn eru nefndir á nafn í meginmáli og þeim
færðar uppgötvanir eða kenningar til tekna. Þess í stað er einfaldlega tal-
að um þá sem „fræðimenn“ eða stundum sem „menn“ (þrátt fyrir að þeir
gætu verið konur): „Fræðimenn hafa flestir verið sammála um [...]“ (I,
bls. 85), „Lengi hafa flestir fræðimenn verið sammála um [...]“ (I, bls.
115), „Sumir fræðimenn hafa talið að [...]“ (I, bls. 143), „Ýmsir fræði-
menn hafa leitt að því rök að [...]“ (I, bls. 197), „Menn hafa velt vöngum
yfir því [...]“ (I, bls. 298), „Aðrir fræðimenn, - og þeir eru fleiri, - hafa
hugsað sér að [...]“ (I, bls. 299), o.s.frv. Af þessu leiðir að erfitt er að
ráða af meginmálinu að hve miklu leyti þessi bókmenntasaga byggir á
eldri fræðum. Til þess verður lesandinn að leita í „Heimildatal og skýr-
ingar“, sem fer á undan mynda- og nafnaskrám í hvoru bindi.
I verki þar sem augsýnilega er lögð mikil rækt við nákvæmni og
skýra framsetningu er óheppilegt - ef til vill óafsakanlegt - að aftanmáls-
greinum og heimildatali sé „hrúgað" saman í ruglingslegan og óaðgengi-
legan haug af tilvísunum. Kórréttar, samkvæmar og ítarlegar heimilda-
skrár hafa aldrei verið hin sterka hlið evrópskra fræðimanna, og Islend-
ingar eru sannarlega engin undantekning. í fyrsta lagi má finna ótal dæmi
um ósamræmi í tilvísunum til tímaritsgreina. Nokkur svæsnustu dæmin
skulu tekin til skýringar. Það er undir hælinn lagt hvort númer heftis er
tiltekið, oftast er því sleppt, stundum er það tilgreint með arabískum töl-
um, stundum með rómverskum (JEGP skortir til dæmis númer, sama er
að segja um Scandinavian Studies, Mediaeval Studies og Arkiv för
nordisk filologi, en þegar kemur að Saga Book og Sögu eru heftisnúmer
tilgreind með rómverskum tölum). Að sama skapi er handahófskennt
hvort heiti ritraðar er tilgreint; ritstjórar einstakra binda eru ekki nafn-
greindir þegar um söfn er að ræða; engin merki sjást um útgáfustað eða